Fræðsluráð

9. september 2020 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 447

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1801505 – Umboðsmaður Alþingis, einstaklingar sem ekki eru mæltir á íslensku, frumkvæðisathugun

      Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í tilefni af frumkvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld.

      Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa foreldra grunnskólabarna.

      “Fulltrúi foreldraráðs fagnar áliti umboðsmanns Alþingis og ítrekar mikilvægi þess að vel sé tekið á móti fólki af erlendum uppruna í skólum og frístundum. Það er nauðsynlegt að upplýsingar séu aðgengilegar á þeirra tungumáli og börn og foreldrar fái stuðning til að aðlagast íslenskum aðstæðum. Mikilvægt er að gera átak í þessum efnum og að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi í að taka við fjölskyldum af erlendum uppruna.
      Kristín Ragnarsdóttir, sign

      Fræðsluráð tekur undir bókun foreldraráðs grunnskólabarna og vísar erindinu til umfjöllunar og álits hjá fjölmenningarráði Hafnarfjarðar.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir nýjustu tilmæli sóttvarnalæknis

      Lagt fram.

    • 2009131 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - breytingatillaga 2020

      Kynnt tillaga í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla árið 2020, þ.e. minnkun á vali og aukningu á kennslu í íslensku frá 1.-7. bekk og aukningu á náttúrufræðikennslu í 8.-10. bekk.

      Fræðsluráð óskar eftir samantekt á umræðu fundarins á tillögum um breytingar á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla sem skilað verður inn í samráðsgátt stjórnvalda.

      Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun;
      “Fulltrúi foreldraráðs bókar eftirfarandi: Í tillögum að breytingum á viðmiðunarstundarskrá grunnskóla þá koma þar engin rök fram um að fjölgun kennslustunda muni bæta þekkingu nemenda. Það er mikilvægt að efla gæði náms, t.d. með góðum kennslubókum, símenntun kennara og góðri stoðþjónustu. Með tillögunum er einnig verið að skerða frelsi grunnskólanna til þess að ráðstafa kennslustundum og bjóða upp á val fyrir nemendur. Þetta þarfnast ítarlegri skoðunar.”

      Kristín Ragnarsdóttir, sign

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      “Þessar tillögur sem hér eru kynntar frá Menntamálaráðherra um að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum eru á kostnað frelsis skólanna. Við höfum miklar áhyggjur að þessar breytingar dragi úr svigrúmi grunnskóla til að laga námið að þörfum, getu og áhuga nemenda. Það er hvergi að finna í þessum tillögum rök fyrir því að fjölgun kennslustunda skili betri árangri með óbreyttri nálgun. Nú þegar eiga list- og verkgreinar undir högg að sækja. Þrátt fyrir að kennarar hafi haft eitthvað svigrúm síðustu ár til að bjóða nemendum upp á fjölbreytt nám í þessum greinum.
      Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að fagþekking í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólum. Þar er ekki lausnin að fjölga kennslustundum þegar við höfum ekki mannaflann. Kennarar hafa ítrekað nefnt það að þeir hafi ekki þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi. Afhverju ekki að byrja þar?
      Síðustu ár hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika með tillögum um að draga úr sveigjanleika, með enn frekari miðstýringu. Í nútímasamfélagi er enn meira ákall á færni í samskiptum, samvinnu og útsjónarsemi. Mætum nútímanum ekki fortíðinni.”
      Karólína Helga Símonardóttir (sign)

    • 2009167 – Kjarasamningar leikskóla 2020

      Nýr kjarasamningur milli FL og SNS árið 2020 kynntur með sérstakri áherslu á breytingar sem samningurinn kallar á.

      Kynnt.

    • 2008018F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 318

      Lögð fram fundargerð 318. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt