Fræðsluráð

21. október 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 452

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2010386 – Þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í málþroska barna

      Kynning á þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í málþroska barna í leikskólum Hafnarjarðar.

      Fræðsluráð þakkar Ásthildi Snorradóttir fyrir mjög góða og upplýsandi kynningu og samantekt á þróunarverkefninu um snemmtæka íhlutun í málþroska barna. Ljóst er að mikil og góð vinna og rannsóknir hafa átt sér stað sem miða að því að efla málþroska og málörvun barna í Hafnarfirði.

    • 2009422 – Áslandsskóli aðstaða skólalóð

      Erindi lagt fram að nýju

      Fræðsluráð samþykkir að setja pannavöll á skólalóð Áslandsskóla. Fræðsluráð tekur jafnframt heilshugar undir mikilvægi þess að bæta útileikaðstöðu fyrir börn í Áslandsskóla. Vinnu við þá framkvæmd er vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs með ósk um að skólalóðin verði endunýjuð á næsta fjárhagsári í samvinnu við FM hús. Fræðsluráð leggur áherslu á að hönnun og vinna verði gerð í samráði við skólastjórnendur Áslandsskóla, nemendaráð, foreldra, umhverfis- og framkvæmdasvið og ekki síst húseigenda, enda ber honum samkvæmt samningi að viðhalda og endurnýja leiktæki á skólalóðinni.

      Árið 2019 var tekinn í gagnið fjölnotaíþróttahús, Ólafssalur, á Ásvöllum sem að hluta til er hugsaður fyrir íþróttakennslu við Áslandsskóla og er því ekki fyrirhugað að byggja íþróttahús við skólann. Sveitarfélagið heldur úti þremur sundlaugum ásamt sundlaug við Lækjarskóla en ekki er gert ráð fyrir að fjölga sundlaugum að svo stöddu.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Yfirferð á stöðu covidmála og aðgerðum út frá auglýsingu yfirvalda í leik- grunn- og tónlistarskóla auk íþrótta- og tómstundastarfs.

      Fræðsluráð vill koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsmanna skóla og þeirra starfsstöðva sem heyra undir mennta- og lýðheilsusviðs nú á timum Covid. Áskoranir hvers dags hafa verið fjölmargar þar sem reynt hefur á stjórnun og skipulagningu innan skólastofnanna. Óvissa og hraðar breytingar kalla á lausnarmiðun, sífeldar breytingar og hröð viðbrögð sem starfsfólk hefur leyst með faglegum hætti með börn og virkni þeirra að leiðarljósi. Með útsjónarsemi, faglegri þekkingu og alúð hefur starf menntastofnanna okkar gengið eins vel og lagt var upp með nú í aðdraganda nýs skólaárs. Jafnframt viljum við þakka mennta- og lýðheilsusviði fyrir að leiða skólasamfélagið í skipulagningu og áherslum starfsins.

    • 2009020F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 320

      Lögð fram fundargerð 320. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt