Fræðsluráð

18. nóvember 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 454

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lögð fram til samþykktar

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlistans samþykkja að vísa fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2021 til bæjarráðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlistans leggja fram eftirfarandi bókun:

      Í fjárhagsáætlun mennta- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2021 er lögð áhersla á áframhaldandi góða þjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Lögð er áhersla á að þær aðgerðir sem lagt er til að farið verði í á fjárhagsárinu 2021 hafi ekki áhrif á almennt skólastarf og stoðþjónustu né að þær séu fjárhagslega íþyngjandi fyrir barnafjölskyldur eða skerði þjónustu við börn og ungmenni.

      Lagt er til að gjaldskrár á mennta- og lýðheilsusviði hækki um 2,7% samkvæmt verðlagsvísitölu til að mæta gæðakröfum og verðlagshækkunum að undanskildum stökum sundferðum um 100 kr. fyrir fullorðna og kostar þá sundferðin 800 kr. Einnig er lagt til að verð á einstaka miðum í gufu og sundi hækki um 100 kr. og verði 950,- . Hækkun verði á dvalargjaldi umfram 8 klukkustundir í leikskólum og kostar þá hálftíminn 4013 kr.,- Í samanburði við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu yrði Hafnarfjörður enn meðal þeirra lægstu. Hækkun verði á niðurgreiðslum fyrir hverja dvalarklukkustund hjá dagforeldrum um 2,7%, miðað við 8 klst á dag.

      Samræmdar verða reglur um systkinaafslátt hjá systkinum sem eru á frístundarheimili, leikskóla og hjá dagforeldri samtímis þannig að systkini á öllum þessum stigum þjónustunnar njóti sama afsláttar.
      Við skipulag skólastarfs fyrir skólaárið 2021-2022 verði sett markmið um forgangsröðun fjármagns að 1% í stofnunum á sviði mennta- og lýðheilsusvið, sem tekur til úthlutunar fjármagns frá 1. ágúst 2021 til loka skólaársins 2022. Unnið verður með stjórnendum að forgansröðuninni til að tryggja að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á almennt skólastarf og stoðþjónustu.

      Í tillögum þeim sem lagðar eru fram eru tillögur frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kennsla í skyndihjálp í 10. bekk grunnskóla og rúta fyrir ungt fólk í Bláfjöll yfir vetrartímann. Fræðsluráð þakkar Ungmennaráði fyrir öflugt starf Ungmennaráðsins á árinu í þágu ungs fólks í Hafnarfirði og góðar tillögur um bætta þjónustu við börn og ungmenni í bænum.

      Fræðsluráð hefur lokið umræðu um fjárhagsáætlun 2021 sem unnin var með öllum kjörnum fulltrúum og vísar henni til bæjarráðs.
      Fræðsluráð þakkar starfsfólki mennta- og lýðheilsusviðs fyrir faglega og góða vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021

      Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun.
      Í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í kjölfar Kórónuveirufaraldusins er erfitt að rökstyðja gjaldskrárhækkanir sem koma illa við viðkvæma hópa meðan ekki hefur komið fram að meirihlutinn hyggist nýta sér heimilidir sínar til hækkunar útsvars. Með því hlífir meirihlutinn breiðu bökunum í samfélaginu en leggur á meðan þyngri byrðar á viðkvæma hópa.
      Sigrún Sverrisdóttir fulltrúi Samfylkingar

    • 2011224 – Erindi frá skólabókasöfnum

      Lagt fram bréf bókasafns- og upplýsingafræðinga grunnskóla Hafnarfjarðar um aukafjármagn til bókaakaupa.

      Fræðsluráð vísar áskorun bókasafnsfræðinga við grunnskóla Hafnarfjarðar til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs og óskar eftir samantekt um bókakost bókasafna grunnskóla Hafnarfjarðar. Einnig óskar fræðsluráð eftir því að teknar verði saman upplýsingar um þá upphæð sem við veitt hefur verið til bókakaupa undanfarin ár.

    • 1905273 – Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum

      Kynning á verklagi og skýrslu starfshóps um heilstætt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum.

      Fræðsluráð þakkar Hauki Haraldssyni kynninguna og leggur áherslu á að sviðið vinni áfram með tillögur skýrslunnar og efli verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum enn frekar í takti við tillögur skýrslunnar.

    • 11023155 – Skólavogin

      Lögð fram samantekt á niðurstöðum Skólavogarinnar í grunnskólum Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 1710533 – Skólavogin leikskólar

      Lögð fram samantekt á niðurstöðum Skólavogarinnar fyrir leikskóla Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Tillögur um stækkun skólans í sjö árganga í takt við fyrri ákvarðanir ráðsins um sjálstæði skólans lagðar fram.

      Fræðsluráð vísar ósk Engidalsskóla um stækkun skólans í sjö árganga til umhverfis- og skipulagssviðs þar sem óskað er eftir því að sviðið vinni með skólastjórnendum að undirbúning að stækkun.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Staða mála.

      Farið yfir stöðuna.

    • 2005484 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 7. Bláfjallarúta

      Tekið fyrir tillaga frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar um að hefja rútuakstur frá Hafnarfirði upp í Bláfjöll þegar opið er á skíðasvæðinu.

      Fræðlsuráð samþykkir og vísar til fjárhagsáætlunar 2021.

    • 2005486 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna

      Minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs og svar við fyrirspurn er varðar ákvörðun um aðgerðir fyrir eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og hvernig jafnréttisfræðslu er nú sinnt í grunnskólum bæjarins lagt fram.

      Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði ítrekar mikilvægi jafnréttisfræðslu og fagnar tillögu ungmennaráðs um eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum bæjarins. Við það má bæta að einn grunnþáttur menntunar er jafnrétti sem virðist fá lítið vægi í íslensku skólakerfi og miðað við umræðu nútímans og veruleika ungs fólks í netheimum er mikil þörf á aukinni jafnréttisfræðslu. Eins og staðan er í dag er ekki gerð krafa um grunnþekkingu í kynjafræðum í kennaranámi og því væri æskilegt að bærinn stæði fyrir reglubundinni og markvissri fræðslu fyrir starfsfólk í grunnskólum Hafnarfjarðar til þess að efla kennara og starfsfólk á þessu sviði. Fyrir liggur ósk okkar dýrmætustu íbúa að jafnréttisfræðsla verði aukin og ber okkur að virða þær óskir.
      Fh. Foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

      Fræðsluráð tekur undir bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar.

    • 2005481 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 4. Skyndihjálp í grunnskóla

      Tillaga ungmennaráðs um að skyndihjálp verði kennd í grunnskólum lögð fram.

      Fræðsluráð samþykkir og vísar til fjárhagsáætlunar 2021.

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Lagt fram til samþykktar.

      Samþykkt skóladagatal fyrir leikskólann Hamravalla.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar um betri skólalóðir í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögunni til samþykktar umhverfis- og framkvæmdaráðs og óskar eftir samvinnu um næsta skref.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Skýrsla starfshóps lögð fram.

      Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir og Viðreisn samþykkja að farin verði leið B. Samfylkingin og Miðflokkurinn sitja hjá í afstöðu sinni um þá leið sem farin verður. Málinu er vísað til mennta- og lýðheilsusviðs til úrvinnslu og framkvæmda.

      Fulltrúi leikskólastjóra lagði fram eftirfarandi bókun, fulltrúi starfsmanna leikskóla taka undir bókunina;
      Leikskólastjórar í Hafnarfirði ítreka mótmæli sín við sumararopnun leikskóla sumarið 2021 og minna á undirskriftir um það bil 400 starfsmanna leikskóla sem henni voru mótfallnir sem og þau faglegu rök sem undirskriftunum fylgdi og voru sendar inn til fræðsluráðs. Jafnframt minnum við á að Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla sendu frá sér ályktanir sem hvöttu Fræðsluráð til þess að falla frá ákvörðuninni.
      Leikskólastjórar telja að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og hagsmunir leikskólabarna séu ekki hafðir að leiðarljósi. Samráð við fagfólk leikskóla var ekkert fyrr en eftir að ákvörðun var tekin og þá fyrst sett á laggirnar starfshópur. Við teljum kostnað sem liggur til grundvallar þessari ákvörðun verulega vanáætlaðan. Þessi breyting er ekki til þess gerð að bæta starfsumhverfi innan leikskólanna og hætta er á að hlutfall fagfólks minnki og þá sérstaklega með tilkomu eins leyfisbréfs. Í könnun sem oft er vitnað til og var framkvæmd af fræðsluráði árið 2019 kom fram að 94% foreldra gátu verið með barninu sínu að hluta eða öllu leyti í sumarleyfi í núverandi fyrirkomulagi. Frá því könnunin var lögð fyrir hefur sumarorlof foreldra aukist þar sem allir eiga nú 6 vikur í orlof. Foreldrar eiga því 12 vikur samtals, 6 vikur hvort yfir sumarið sem nær vel yfir þessar 4 vikur sem leikskólinn lokar. Sjáum ekki að þessi aðgerð auki samveru barna og foreldra þar sem að eftir sem áður fara börnin í 4 vikna fríi.
      Oddfríður Sæbý Jónsdóttir, sign.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Viðreisnar eftirfarandi leggja fram eftirfarandi bókun;
      Í skýrslu starfshóps kemur eftirfarandi fram;
      „Markmið með sumaropnun er að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leikskólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun er einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu“. Fulltrúar taka heilshugar undir þau markmið sem sett voru fram í skýrslunni.
      Í starfshópnum var unnið að leiðum sem höfðu minnstu möguleg áhrif á faglegt starf í leikskólum Hafnarfjarðar yfir sumartímann. Áhersla var lögð á starf og skipulag innan leikskólanna yrði með svipuðu móti og verið hefur og að sumaropnunin hefði ekki áhrif á öryggi barnanna og líðan þeirra í leikskólanum.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Viðreisnar hafa væntingar til þess að tryggt sé að sú leið sem farin verður við heilsársopnun leikskólanna muni ekki hafa áhrif á traust foreldra til starfsins og að starfsfólk leikskólanna sjái tækiæri í að þróa starfið í takt við þær breytingar sem verða vegna sumaropnunarinnar.
      Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og óháðir og Viðreisnar leggja til að farin verði leið B í skýrslu starfshóps, enda gengur sú leið lengra þegar kemur að hagsmunum barnanna þar sem fastráðnir starfsmenn taka frí frá mai – september eins og tíðkast víða á íslenskum atvinnumarkaði að mati þeirra. Þá er áhersla lögð á að gerð verði árangursmæling eins og lagt er til í skýrslunni svo bæta megi verklag ef á þarf að halda eftir sumarið 2021.
      Kristín María Thoroddsen, sign
      Bergur Þorri Benjamínsson, sign
      Margrét Vala Marteinsdóttir, sign
      Auðubjörg Ólafsdóttir, sign

      Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokksins leggja fram eftirfarandi bókun;
      Með því að halda til streitu ákvörðun um að hafa leikskóla opna allt sumarið frá og
      með sumrinu 2021 telja fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks að vegið sé að faglegu
      starfi innan leikskóla Hafnarjarðar.
      Niðurstöður könnunar sem framkvæmd var vorið 2019 um hug starfsfólks og
      foreldra sýndi að einungis 19% þeirra starfsmanna sem svöruðu vildu breytt
      fyrirkomulag varðandi sumarlokanir leikskólanna. Í kjölfar ákvörðunar um
      sumarlokun mótmæltu síðan mikill meirihluti starfsmanna ákvörðuninni og lýstu yfir
      áhyggjum af faglegu starfi innan skólanna.
      Ákvörðun um að skipa starfshóp í kjölfar þessarar ákvörðunar virðist ekki hafa
      orðið til þess að slá á þessar óánægju raddir og sýnir bókun fulltrúa leikskóla það vel.
      Við tökum undir þær áhyggjuraddir og þykir miður að þetta hafi orðið niðurstaða starfshópsins
      Sigrún Sverrisdóttir, sign
      Hólmfríður Þórisdóttir, sign

    • 2008224 – Tennisfélag Hafnarfjarðar, ósk um þjónustusamning

      Lögð fram drög að þjónustusamningi við Tennisfélag Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð samþykkir samning við Tennisfélag Hafnarfjarðar og vísar til samþykktar til fjárhagsáæltun 2021.

    • 2010031F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 322

      Lögð fram fundargerð 322. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt