Fræðsluráð

10. mars 2021 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 462

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir stöðuna.

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar

      Skóladagatöl hvers grunnskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022 með fyrirvara um samþykki skólaráðs Barnaskóla Hjallastefnunnar.

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Skóladagatöl hvers leikskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2021-2022.

    • 1811277 – Menntastefna

      Lagðar fram fundargerðir 10. fundar stýrihóps um menntastefnu og 4. fundar stýrihóps með menntaleiðtogum.

      Lagt fram.

    • 2011084 – Álfasteinn starfsaðstæður

      Úr fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs dags.24.febrúar 2021.

      “Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar frá fræðsluráði varðandi framlagt minnisblað um leiðir til að mæta þarfagreiningu leikskólans Álfasteins.”

      Fræðsluráð vísar ósk Álfasteins til frekari vinnslu sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2103108 – Páskaopnun sundstaða

      Lögð fram tillaga um aukna opnun í sundstöðum yfir Páskahátíðarnar

      Fræðsluráð samþykkir að auka opnunartíma í sundstöðum Hafnarfjarðar frá því í fyrra yfir páskahátíðarnar í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar samanber minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2103117 – Umsögn um lagafrumvarp um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál

      Umsögn mennta- og lýðheilsusviðs um kosningaaldur sem skilað verður inn í samráðsgátt Alþingis lögð fram.

      Fræðsluráð tekur undir umsögn mennta- og lýðheilsusviðs þar sem mælt er eindregið með því að kosningaaldur verði lækkaður niður í 16 ár. Í umsögn sviðsins segir ftirfarandi: Með því að lækka kosningaaldur í 16 ár eykst vægi unga fólksins í samfélaginu og þau fá aukin rétt til að hafa bein áhrif á landsmálin og á sitt sveitarfélag. Unga fólkið í Hafnarfirði hefur sýnt það að þau hafa málefnalegar skoðanir og færa fyrir þeim haldbæran rökstuðning og eru fyllilega hæf í að axla þá ábyrgð að hafa kosningarétt. Með því að lækka aldurinn má ætla að málefni ungs fólks verði á dagskrá og velferð barna, unglinga og ungs fólks verði höfð enn meira að leiðarljósi í allri stefnumótun og ákvörðunartöku stjórnmálanna.

      Foreldraráð grunnskólabarna fagnar allri umræðu um að efla lýðræðislega þátttöku barna. Foreldraráð grunnskólabarna leggur það til að ekki verði miðað við fæðingardag við ákvörðun kosningaaldurs eins og nú er gert heldur fæðingarár. Með því er verið að tryggja jafnræði allra í árgangnum til lýðræðislegrar þátttöku. Engin málefnaleg rök liggja því að baki að ungt fólk sem er í sama árgangi geti ekki tekið sömu ákvarðanir.
      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

    • 2103150 – Umsögn - frumvarp um aukna kristinfræðikennslu

      Lögð fram umsögn skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar við frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla varðandi aukna kristinfræðikennslu sem skilað hefur verið inn í samráðsgátt.

      Fræðsluráð getur ekki tekið undir frumvarp um breytingar á lögum um aukna kristinfræðikennslu í grunnskólum. Fræðsuráð tekur undir álit þróunarfulltrúa grunnskóla Hafnarfjarðar sem bendir á að trúarbragðafræðsla er mikilvægt viðfangsefni í námi í grunnskólum í dag, með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á ólíkum trúarbrögðum og lífsskoðunum, m.a. til að auka víðsýni og draga úr ordómum/hleypidómum svo skólastarf hverfist um umburðarlyndi og sátt í samskiptum óháð öllu öðru.

      Fræðsluráð leggur því áherslu á að öllum trúarbrögðum sé gert jafn undir höfði.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Lagt fram bréf fulltrúa Bæjarlistans þar sem óskað er eftir að setja af stað vinnu til að kortleggja áhrif sumaropnunar.

      Meirihluti fræðsluráðs ítrekar að eins og í skýrslu starfshóps um sumaropnun leikskóla sem lögð var fyrir fræðsluráð og samþykkt segir að skoða skuli í lok sumar hvernig til tókst, en þar segir eftirfarandi: afar mikilvægt er að árangursmeta þá þætti er snúa að verklagi, líðan barna og starfsfólks og fyrirkomulagi skólastarfsins í lok sumars. Gera þarf árangursmælingu meðal hagsmunahópa, barna, starfsmanna, foreldra og þeirra sem að starfi leikskólana koma. Sú árangursmæling skal fara fram á haustmánuðum 2021. Fræðsluráð tekur því undir með fulltrúa Bæjarlistans um mikilvægi þess að kortleggja áhrif sumaropnunarinnar.

      Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks taka heilshugar undir óskir fulltrúa Bæjarlista.
      Fyrst að ekki var orðið við gagnrýni á framkvæmd sumaropnanna og óskum okkar á fyrri stigum málsins þess efnis að vinna þessa ákvörðun vel og í góðri samvinnu við starfsfólk þá sé bráðnauðsynlegt að leggjast vel yfir áhrif og kostnað ákvörðunarinnar sem fyrst að sumri loknu.

    • 2103258 – Samræmd könnunarpróf í 9. bekk 2021

      Lagt fram bréf fulltrúa Bæjarlistans varðandi samræmd próf 9. bekkjar 2021.

      Fræðsluráð bókar eftirfarandi:
      Á heimasíðu umboðsmanns barna stendur að haft hafi verið eftir forstjóra Menntamálastofnunar að stuðst sé við „algerlega óviðunandi prófakerfi“ og að Menntamálastofnun hafi ítrekað bent ráðuneytinu á að „ef leggja eigi próf fyrir með þessum hætti, þá þurfi betra prófakerfi“ Það er ekkert sem bendir til þess að slíkt verði komið fyrir 26.mars.

      Fræðsluráð tekur undir orð umboðsmanns barna og leggur því til að samræmd próf verði ekki lögð fyrir grunnskólanemendur þetta árið.
      Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að samræmd próf sem lögð eru fyrir í grunnskólum séu skoðuð í heild sinni og framtíð þeirra endurmetin.

      Foreldraráð grunnskólabarna harmar framkvæmd samræmdra könnunarprófa og telur ljóst að hún bitni helst á börnunum okkar. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin leggur foreldraráð grunnskólabarna til að samræmd könnunarpróf verði valkvæð nemendum og þeim sé þá í sjálfsvald sett hvort þeir þreyti prófin. Lengi hefur gagnsemi þeirra verið dregin í efa en mögulega hugnast nemendum að kanna stöðu sína og því ber að gefa þeim sem það kjósa færi á að taka prófin. Að auki er mikilvægt að ganga úr skugga um að breytt staða þar sem skólar hafa 2 vikur til að ljúka prófum, raski ekki enn frekar skipulögðu skóladagatali. Næg hefur röskunin á skólastarfi verið undanfarna mánuði.
      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

    • 2102002F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 328

      Lögð fram fundargerð 328. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt