Fræðsluráð

5. maí 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 466

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1803160 – Ærslabelgir

      Lagt er til að fjölga um tvo ærslabelgi í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð leggur til að fjölgað verði um tvo ærslabelgi í Hafnarfirði. Fræðsluráð tekur undir með garðyrkjustjóra varðandi staðsetningu sem leggur til að annar verði settur niður á mörkum Vallahverfis og Skarðshlíðar og hinn í Setbergi, Stekkjarhrauni. Málinu vísað til frekari útfærslu og framkvæmda hjá umhverfis- og skipulagssviði. Fræðsluráð vísar 2,5 miljónum í viðaukagerð til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 2104013F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 322

      Lögð fram fundargerð 322. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra, starfsfólks leikskóla og foreldra leikskólabarna viku af fundi kl.14:19.

      Lagt fram.

    • 2104572 – Móðurmálskennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku

      Fræðsluráð felur skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs að taka saman upplýsingar um þjónustu við nemendur með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum Hafnarfjarðar, m.a. sem snýr að íslenskukennslu, móðurmálskennslu, tómstundastarfi o.þ.h. og kynna þau sjónarmið sem um þau verkefni gilda í lagaumhverfinu (regluverkinu) varðandi skyldur sveitarfélaga til þjónustu hér og hlutverk annarra þar sömuleiðis.

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Lagt fram erindi Hvaleyrarskóla varðandi ósk um tilfærslu á skertum dögum skóladagatals 2020-2021.

      Samþykkt.

    • 2104029 – Mönnun fagmenntaðra í grunnskólum Hafnarfjarðar

      Lagt fram minnisblað um ráðningarmál í grunnskólum.

      Ennfremur lögð fram tillaga fulltrúa Miðflokksins frá 24. mars sl;
      Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að kynna sér aðstæður í vinnuumhverfi kennara og finni leiðir til þess að gera menntastofnanir bæjarins að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir menntaða kennara.
      Hópinn skipi kjörnir fulltrúar og fulltrúar kennara og skólastjóra.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista, benda á hátt hlutfall kennaranema meðal leiðbeinenda í Hafnarfirði, en kennarar og leiðbeinendur í M.Ed. námi eru um 98% starfsmanna í grunnskólum Hafnarfjarðar við kennslu árið 2020. Fjölda leiðbeinanda í M. Ed námi má útskýra með því að hvatt hefur verið til þess að leiðbeinendur taki kennararéttindi og hefur Hafnarfjarðarbær boðið þeim sem það hafa kosið að vera í 50% námi en ríkið greiðir hluta af kostnaði meðan á námi stendur. Þá hefur Hafnarfjarðarbær gengið skrefi lengra en mörg sveitarfélög og staðið þétt að baki nemum í M. Ed. námi með því að hver nemandi hefur sinn mentor úr röðum kennara í sínum skóla og þannig góðan stuðning á meðan á námi stendur. Mikilvægt er að hafa í huga að reglulega er endurnýjun í kennarahópnum vegna starfsaldurs kennara sem gerir það að verkum að inn koma starfsmenn með háskólamenntun sem skráðir eru sem leiðbeinendur á meðan þeir eru í kennararéttindanámi. Sömu fulltrúar geta því ekki tekið undir tillögu fulltrúa Miðflokks um að setja á laggirnar starfshóp.

    • 2104470 – Frístundaheimili, foreldrakönnun 2021

      Lögð fram til kynningar ný könnun um viðhorf foreldra gagnvart þjónustu frístundaheimilanna í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar jákvæðri niðurstöðu foreldrakönnunarinnar sem gerð var meðal foreldra barna í 1.-4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og þakkar starfsfólki frístundaheimila fyrir öflugt og gott starf sem endurspeglast í jákvæðri niðurstöðu könnunarinnar.

    • 1811286 – Rekstrarsamningur við Hraunbúa

      Drög að rekstrarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Skátafélagsins Hraunbúa lagður fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti að vísa meðfylgjandi rekstrarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Skátafélagsins Hraunbúa til samþykkis í bæjarstjórn.

Ábendingagátt