Fræðsluráð

19. maí 2021 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 467

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi,Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi,Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Skráningar barna í sumarleyfi kynntar.

      Lagt fram.

    • 2012483 – Framboð grænkerafæðis í skólum, áskorun

      Lagt fram bréf til sveitarfélaga dags. 11. maí sl. um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum.

      Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra, kennara og foreldra grunnskólabarna mættu á fundinn.

      Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, starfsmanna leikskóla og foreldra leikskólabarna viku af fundi.

      Fræðsluráð vísar áskorun senda frá samtökum grænkera á Íslandi til frekari skoðunar hjá mennta- og lýðheilsusviði.

    • 2105100 – Bæjarlistinn, tillaga um iðjuþjálfun

      Lögð fram tillaga fulltrúa Bæjarlistans um að hafinn verði undirbúningur að ráðningu iðjuþjálfa í almennt skólastarf til grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar.

      Tillögu fulltrúa Bæjarlistans um ráðningu iðjuþjálfa í almennt skólastarf til grunnskóla Hafnarfjarðar vísað til vinnslu við fjárhagsáætlun ársins 2022.

    • 2105077 – Frístundaakstur, vor 2021

      Kynnt gögn um notkun á frístundaakstrinum og gögn um viðhorf foreldra gagnvart þjónustunni.

      Lagt fram.

    • 2105078 – Ungt fólk 2021, áskoranir og tækifæri

      Lagðar fram kannanirnar Ungt fólk þar sem niðurstöður kannanna úr 5.-7. bekk og 8. – 10. bekk frá því í febrúar 2021. íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti nokkrar niðurstöður úr þeim.

      Fræðsluráð hvetur grunnskóla Hafnarfjarðar til að kynna niðurstöður fyrir foreldrum, nemendum og starfsmönnum skólanna og bregðast við þar sem það á við. Þá leggur fræðsluráð áherslu á að mennta- og lýðheilsusvið verði grunnskólum innan handar með einstaka mál.

    • 2104027F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 323

      Lögð fram fundargerð 323. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt