Fræðsluráð

25. ágúst 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 472

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.ágúst sl. um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.

      Lagt fram.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Leiðbeiningar og markmið í skólabyrjun vegna sóttvarna.

      Lagt fram.

    • 2108521 – Þróunarverkefni um gæði leikskólastarfs og framkvæmd innra mats

      Lagt fram minnisblað um þróunarverkefni mat á leikskólastarfi.

      Fræðsluráð þakkar Jenný D. Gunnarsdóttur þróunarfulltrúa leikskóla fyrir kynninguna.

    • 2104572 – Móðurmálskennsla nemenda með annað móðurmál en íslensku

      Lagt fram að nýju minnisblað um móðurmálskennslu nemenda með annað tungumál en íslensku.

      Skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs falið að forgangsraða tillögum sem lagðar eru til í minnisblaði, rökstyðja þær frekar og kostnaðargreina. Málinu vísað til frekari umræðu undir fjárhagsáætlun mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Lagðar fram staðfestingar foreldraráða leikskóla sbr. bókun fræðsluráðs frá 30. júní sl.

      Lagt fram.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 19. maí 2021 var eftirfarandi tekið fyrir og afgreiðsla þess var: Lagt fram að nýju kostnaðarmat vegna aðgreiningu rýma fyrir árganga á hverri hæð. Auk þess er lagt fram kostnaðarmat við að flytja fjölgreinadeild í lausar stofur skv. minnisblaði dags 5. mars 2021. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hefja undirbúning við aðgreiningu rýma. Fjármagn sem áætlað var á þessu ári til verkefna vegna viðgerða utanhúss verði nýtt til þeirra breytinga. Minnisblaði vegna kostnaðarmats við breytingar á lausum stofum fyrir fjölgreinadeild er vísað til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Lagt fram.

    • 1806351 – Menntasetrið við Lækinn

      Minnisblað um Menntasetrið við Lækinn.

      Lagt fram.

    • 2108671 – Fyrirspurn stuðningur við börn með sérþarfir

      Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir að skoðað verði hvernig staða barna með sérþarfi sé í Grunnskólum Hafnarfjarðar. Umræðan síðustu vikur hefur verið á þá leið að foreldrar þessara barna upplifa ítrekað að ekki sé tekið rétt á málum barnanna þeirra, þau fái ekki þann stuðning sem þau þurfa innan skólakerfisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn að fá jöfn tækifæri til náms. Um það snýst skóli án aðgreiningar. Börn eiga rétt á að sækja sinn skóla þar sem komið er til móts við við þau, félagslega og námslega.
      Er þörfum barna með sérþarfir mætt í grunnskólum bæjarins? Var Brúin ekki það verkefni sem á að grípa þessi börn, hvernig gengur það verkefni?

      Vísað til mennta- og lýðheilsusviðs.

    Leikskólamál

    • 2106021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 336

      Lögð fram fundargerð 336. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Lögð fram fundargerð nr. 336 frá Íþrótta- og tómstundanefnd

Ábendingagátt