Fræðsluráð

2. febrúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 484

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Þóra Ásdísardóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2112021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 345

      Lögð fram fundargerð 345. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Tinna Dahl Christiansen mætti á fundinn undir þessum lið.

    • 2201736 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lagt fram bréf dags. 1. febrúar 2022 um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Ásrúnu Höllu Finnsdóttur.

      Samþykkt.

    • 2201750 – Skóladagatal 2022-2023 grunnskólar

      Lögð fram fyrstu drög að skóladagatali 2022-2023, grunnur fyrir grunnskóla.

      Drög að skóladagatali 2022-2023 lögð fram til kynningar.

    • 2201751 – Skóladagatal 2022-2023 leikskólar

      Lögð fram fyrstu drög að skóladagatali 2022-2023 grunnur fyrir leikskóla.

      Drög að skóladagatali lögð fram til kynningar. Minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla lagt fram og vísað til frekari umsagnar í foreldraráði leikskólabarna og skólastjórnenda leikskóla.

    • 1412156 – Námssamningar starfsmanna leikskóla

      Á fundi bæjarráðs þ. 16.desember sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 17.nóvember sl. Lögð fram drög að reglum um námssamninga starfsmanna leikskóla til samþykktar. Fræðsluráð samþykkti fyrir sitt leyti námssamninga starfsmanna í leikskólum og vísar til frekari samþykktar bæjarráðs.

      Bæjarráð vísar námssamningum starfsmanna í leikskólum aftur til umræðu í fræðsluráði og óskar jafnframt eftir frekari skýringum og áhrifum á fjórða lið í liðnum “Annað” í fyrirliggjandi reglum.

      Fræðsluráð samþykkir meðfylgjandi reglur um námssamninga starfsmanna leikskóla.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Niðurstaða könnunar vegna fyrirkomulags sumaropnunar lögð fram.

      Á síðasta ári var samþykkt að heimila heilsársopnun leikskóla og jafnframt að ákvörðunin skyldi endurmetin í lok sumars. Reynslan hefur svo gefið til kynna að foreldrar tóku sumarfrí fyrir börn sín með mismunandi hætti, en aðeins 17% barna voru í leikskólum síðustu tvær vikur júlímánaðar. Við endurmatið var ákveðið að gera könnun á meðal foreldra og starfsmanna um fyrirkomulag sumarfría leikskólanna. Í könnuninni var hægt að velja á milli tveggja leiða; að hafa óbreytt fyrirkomulag þ.e. heilsársopnun, eða að lokað verði í tvær vikur í júlí. Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir og ljóst er að mikill meirihluti foreldra og starfsmanna vill loka leikskólum Hafnarfjarðar tvær síðustu vikur júlímánaðar. Sjálfstæðisflokkurinn,Framsókn og óháðir ásamt Miðflokki og Viðreisn samþykkir að verða við þeim óskum og að foreldrar geti valið sér sumarfrísmánuð, þ.e. mánaðar sumarfrísmánuð á hvaða tíma sem er yfir sumartímann. Ef foreldri velur ekki þær vikur sem lokað er greiðir viðkomandi ekki fyrir þær vikur. Með þessu teljum við að komið sé til móts við væntingar flestra foreldra og starfsmanna. Mennta- og lýðheilsusviði er falið að vinna að útfærslunni.

      Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi Samfylkingar fagnar því að meirihlutinn sjái að sér og hlusti á raddir starfsfólks og foreldra og dragi til baka fulla sumaropnun og leggi til lokanir tvær síðustu vikurnar í júlí.
      Sigríður Ólafsdóttir (sign)

      Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi Miðflokksins þakkar fyrir góð vinnubrögð við gerð könnunarinnar. Sumaropnun leikskóla var umdeilt mál þegar það var lagt fram og voru skiptar skoðanir á því sem skiptust að mestu eftir tveimur hópum, leikskólastjórar og starfsmenn annars vegar sem voru að stórum hluta ósáttir og foreldrar hins vegar sem voru að stórum hluta fylgjandi. Fulltrúi Miðflokksins talaði gegn sumaropnun á sínum tíma og biðlaði m.a. til meirihlutans varðandi það að endurskoða þessa ákvörðun og snúa frá henni sem var ekki gert. Fulltrúi Miðflokksins fagnar þar af leiðandi því að fundin sé lausn sem miðar að því að reyna að mæta báðum hópum á miðri leið með því að stíga frekar stórt skref frá algjörri sumaropnun og hafa lokað síðustu tvær vikurnar í júlí og foreldrar geta þá tvinnað sumarfrí sitt við þá lokun eða valið annan tíma en í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti starfsmanna er sáttur við þessa lausn. Það kemur samt hvergi fram og hefur ekki verið kannað hvort einhverjir, starfsmenn eða foreldrar, vilji hverfa aftur að fyrra fyrirkomulagi, þ.e. þegar alveg var lokað í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. En þótt vissulega hefði verið áhugavert að sjá skoðun fólks á því þá er niðurstaðan þessi og er hún vel ásættanleg og jákvæð.
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir (sign)

      Fulltrúi Bæjarlistans lagði fram eftirfarandi bókun;
      Þegar meirihluti fræðsluráðs fór í þá vegferð að hafa leikskóla bæjarins opna allt sumarið mætti það strax mikilli andstöðu, sérstaklega meðal starfsfólks leikskóla. Fulltrúin Bæjarlistans í fræðsluráði og fleiri lögðu þá til að bakkað væri með þessa tillögu eða í það minnsta beðið með hana þar sem margar aðrar utanaðkomandi aðstæður hafa verið að valda auknu álagi á starfsfólk leikskóla um þessar mundir. Ákvað meirihlutinn að halda þessu til streitu þrátt fyrir greinilega andstöðu. Nú er komið í ljós samkvæmt könnun sem lögð var fram að mikill meirihluti starfsfólks leikskóla og foreldra er á því að bakkað verði með þessa sumaropnun og frekar farin sú leið sem nú er í boði að leikskólar verði lokaðar í tvær vikur í júlí. Fulltrúi Bæjarlistans fagnar því að nú sé hlustað á þessar raddir en harmar um leið það auka álag sem þessi vegferð hefur valdið starfsfólki leikskóla.
      Birgir Örn Guðjónsson (sign)

    • 2201738 – Fjölgun leikskólaplássa

      Lögð fram tillaga meirihluta um fjölgun leikskólarýma í Hafnarfirði.

      Meirihluti fræðsluráðs og Miðflokkur samþykkir að hefja undirbúning við fjölgun leikskólaplássa í Hafnarfirði. Eftir nýlegar viðræður við skólastjórnendur leik- og grunnskóla Hraunvallaskóla er mennta- og lýðheilsusviði falið að hefja undirbúning að fjölgun leikskólaplássa í færanlegum kennslustofum sem þegar eru staðsetttar við Hraunvallaskóla.
      Í nýju hverfi, Hamranesi, sem nú er að byggjast upp er gert ráð fyrir leik- og grunnskóla og er mennta- og lýðheilsusviði jafnframt falið að hefja undirbúning á nýjum leikskóla í Hamranesi.

      Ljóst er að miðað við fjölgun plássa og stöðu mönnunar í leikskólum bæjarins verður hægt að innrita yngri börn en nú er strax næsta haust. Það mun auka enn þjónustu við barnafjölskyldur í Hafnarfirði.

Ábendingagátt