Fræðsluráð

16. febrúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 485

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Svanhildur Birkisdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdótitr ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Svanhildur Birkisdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2201012F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 346

      Lögð fram fundargerð 346. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Tinna Dahl Christiansen mætti á fundinn undir þessum lið.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla dags. 4.febrúar 2022 um breytingar á húsnæði Engidalsskóla.

      Fræðsluráð vísar minnisblaði þróunarfulltrúa grunnskóla til umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2103118 – Skóladagatöl 2021-2022 leikskólar

      Lögð fram beiðni frá leikskólanum Arnarbergi um breytingu á skóladagatali.

      Samþykkt.

    • 2202310 – Afleysingastörf í leikskólum

      Minnisblað um afleysingar í leikskólum og mönnun leikskóla lagt fram til kynningar.

      Meirihluti fræðsluráðs lýsir ánægju sinni með það hversu vel hefur gengið að manna leikskóla Hafnarfjarðar að undanförnu. Ljóst er að þær aðgerðir sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 eru að skila okkur þessum góða árangri þar sem meðal annars var ákveðin hækkun á fastri yfirvinnu til allra starfsmanna. Einnig má rekja þennan jákvæða viðsnúning til að gera af hálfu leikskólastjóra og mannauðsdeildar. Þessi jákvæða þróun mun fjölga leiða af sér innritun yngri barna en áður var talið. En markmið meirihlutans í bæjarstjórn er að innrita yngri börn næsta haust.

      Þá fagnar meirihluti fræðsluráðs því að settur verður upp miðlægur vettvangur þar sem auglýst verði eftir afleysingarfólki í leikskólum til að bregðast við skammtíma- og langtímaveikindum sem herjað hafa á leikskólana líkt og aðrar starfsstöðvar bæði hér í Hafnarfirði og víða um land.

      Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi Miðflokksins fagnar því að boðið verði uppá afleysingastörf í leikskólum í takti við samtímann þar sem starfsmenn geta ráðið sig í hluta- eða heildags afleysingastörf í lengri eða skemmri tíma. Þessi möguleiki mun vonandi auðvelda mönnun á leikskólum bæjarins.

    • 2201480 – Sundkennsla á unglingastigi

      Lagt fram minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs um sundkennslu á unglingastigi sbr. bókun frá 483. fundi fræðsluráðs 19. janúar 2022.

      Fræðsluráð þakkar þróunarfulltrúa grunnskóla ítarlega samantekt í minnisblaði og vísar til ungmennaráðs, foreldraráðs grunnskóla, sund ? og íþróttakennara sem og skólastjórnenda til frekari umræðu áður en endanleg ákvörðun verður tekin af hálfu fræðsluráðs.
      Samkvæmt lögum um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla (2013) er heimilt að veita þeim sem þess óska, val um annarsskonar hreyfingu, hafi þeir náð hæfni/mats viðmiðum aðalnámskrárinnar.

    • 1803158 – Nýsköpunar- og tæknisetur

      Samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið árið 2022 að setja á stofn nýsköpunar- og tæknisetur við Menntaskólann við Lækinn.
      Fræðsluráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að ráðningu verkefnastjóra sem undirbýr stofnun fyrir Nýsköpunar- og tæknisetur Hafnarfjarðar og vísar til mennta- og lýðheilsusviðs.
      Í greinagerð við fjárhagsáætlun segir eftirfarandi:
      Sköpun og framsækið skólastarf verða styrkt enn frekar með stofnun Tækni-og nýsköpunarseturs við Menntasetrið við Lækinn. Ráðinn verður starfsmaður sem starfar með mennta-og lýðheilsusviði við uppsetningu kjarnastarfsemi setursins, undirbýr stofnun þess og mun þjónusta alla skóla Hafnarfjarðar. Menntasetrið við Lækinn verður þá miðstöð sem eflir og hvetur skólana til nýsköpunar og ýtir undir framgang nýrra hugmynda með virkri þátttöku beggja skólastiga auk möguleika til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki. Sköpun er forsenda fjölbreytni til framtíðar í hafnfirsku skólakerfi og undirstaða að öflugu og fjölbreyttu starfi þeirra í takti við áskoranir nútíðar og framtíðar. Kjarnastarfsemi er þá öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir nemendur, kennara, frumkvöðla og mögulega sprotafyrirtæki

    • 2202331 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lögð fram beiðni um starfsleyfi.

      Samþykkt.

    • 2202375 – Sjálfstætt starfandi grunnskólar

      Tillag um endurskoðun þjónustusamninga.

      Fræðsluráð samþykkir að taka upp samning Hafnarfjarðarbæjar og sjálfstætt starfandi grunnskóla með það að markmiði að bærinn greiði hér eftir 100% af landsmeðaltali. Mennta- og lýðheilsusviði falið að leiða vinnu við breytingu á samningum.

    • 2111176 – Framlag til Barnaskóla Hjallastefnunnar leiðrétting

      Lagt fram minnisblað mennta- og lýðheilsusviðs um samning við Barnaskóla Hjallastefnnnar sbr. bókun frá 482. fundi fræðsluráðs 15. desember 2021.

      Fræðsluráð samþykkir að endurskoða þjónustusamning milli Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hafnarfjarðarbæjar og vísar til samþykkis í máli 8 um sjálfstætt starfandi grunnskóla.

Ábendingagátt