Fræðsluráð

2. mars 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 486

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram til kynningar eftirfarandi samþykkt frá fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl. um breytingar á fulltrúum í fræðsluráði. Áheyrnarfulltrúi í fræðsluráði verði Hólmfríður Þórisdóttir og kemur í stað Bjarneyjar Grendal Jóhannesdóttur. Varaáheyrnarfulltrúi verði Arnhildur Ásdís Kolbeins og kemur í stað Hólmfríðar Þórisdóttur.

      Lagt fram.

    • 2202536 – Samræmd könnunarpróf árið 2022

      Lagt fram bréf mennta- og barnamálaráðherra dags. 22. febrúar 2022 um samræmd könnunarpróf fyrir árið 2022.

      Lagt fram.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Lagt fram minnisblað varðandi Covid 19.

      Fulltrúar allra flokka í fræðsluráði Hafnarfjarðar vilja koma á framfæri einlægum þökkum til starfsfólk mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar, starfsfólk leik- og grunnskóla bæjarins sem og öllu starfsfólki tengdu skólasamfélagi Hafnarfjarðarbæjar.
      Á skömmum tíma þurfti starfsfólk að takast á við óvæntar breytingar, tóku hröð og stór skref í tæknimálum og helstu samskiptaform breyttust til muna. Í gegnum þessa tíma hefur unnist ótrúlegt þrekvirki við að halda uppi kennslu og þjónustu við börn og foreldra. Það er ekki sjálfgefið að skólarnir náðu að starfa áfram og að börn bæjarins gætu haldið að mestu sínu skipulagi, hitt skólasystkini, vini og starfsfólk.

    • 2201750 – Skóladagatal 2022-2023 grunnskólar

      Skóladagatal grunnskóla fyrir árið 2022-2023 lagt fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir skólatal fyrir árið 2022-2023 og tekur undir með foreldraráði grunnskólabarna að gerð verði aftur könnun meðal foreldra í öllum grunnskólum bæjarins þar sem kannað verður með að sameina vetrarfrísdaga fyrir árið 2023-2024.

      Fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar lagði fram eftirfarandi bókun:
      Undanfarið hefur foreldraráð Hafnarfjarðar lagt til við bæjaryfirvöld að skoðaður verði vilji skólasamfélagsins til að endurskoða fyrirkomulag á vetrarfríi grunnskóla. Núverandi fyrirkomulag er 2 virkir dagar ýmist áður eða í beinu framhaldi af helgarfríi bæði á haustönn og vorönn en önnur sveitarfélög hafa farið aðrar leiðir. Garðabær hefur t.a.m. farið þá leið að taka alla 4 dagana samfellt á vorönn ásamt einum samliggjandi skipulagsdegi svo úr verður 9 daga frí fyrir nemendur.
      Við í foreldraráði Hafnarfjarðar leggjum til að könnun verði gerð meðal foreldra/forráðafólks og starfsfólks skóla á marktækan hátt, með það að leiðarljósi að raddir allra heyrist. Einnig að kynntir séu aðrir möguleikar en núverandi fyrirkomulag á skýran og skilmerkilegan hátt.
      Sú könnun sem lögð hefur verið fyrir var að okkar mati ómarktæk með lágu svarhlutfalli starfsfólks og kennara en ekki hefur verið kannaður vilji foreldra/forráðafólks allra skóla í Hafnarfirði. Við óskum því eftir því að mennta- og lýðheilsusvið sjái til þess að slík könnun verði lögð fyrir á allra næstu vikum og áður en skóladagatal fyrir árin 2023- 2024 verði samþykkt.
      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

    • 2201751 – Skóladagatal 2022-2023 leikskólar

      Skóladagatal leikskóla fyrir árið 2022-2023 lagt fram til samþykktar. Ennfremur lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla vegna breytinga á skipulagsdögum.

      Fræðsluráð samþykkir skóladagatal leikskóla fyrir árið 2022-2023.

      Fulltrúi foreldraráðs leikskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun:
      Foreldraráð leikskólabarna samþykkir tillögu mennta- og lýðheilsusviðs um að heimila nýtingu sjötta skipulagsdagsins sem fjóra morgunfundi, þ.e.a.s. tvo fyrir áramót og tvo eftir áramót og að leikskólar opni kl. 10:00 þá daga.
      Margrét Thelma Líndal Hallgrímsdóttir

    • 1702253 – Gæsluvellir

      Fræðsluráð samþykkir að fela mennta- og lýðheilsusviði að kanna möguleika á að hafa gæsluvöll opinn síðustu tvær vikur júlímánaðar þegar sumarleyfis-lokanir eru í leikskólum bæjarins. Markmiðið er að koma á móts við þær fjölskyldur sem þurfa á vistun að halda þegar leikskólar Hafnarfjarðar loka. À gæsluvellinum verði hinsta öryggi gætt og skapað umhverfi fyrir börnin sem einkennast af vellíðan, leik og vinàttu.

Ábendingagátt