Fræðsluráð

30. mars 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 488

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfrulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn:
Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2202583 – Reglur um leikskólavist

      Drög að reglum um leikskólavist lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir drög að reglum um leikskólavist og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2111197 – Barnaskóli Hjallastefnunnar, beiðni um samning, þjónusta við 5 ára leikskólabörn

      Lagt fram bréf frá Hjallastefnunni þar sem óskað er eftir samningi varðandi starfsleyfi og þjónustu við 5 ára leikskólabörn sem starfa í húsnæði Barnaskólans.

      Fræðsluráð samþykkir ósk Barnaskóla Hjallastefnunnar og felur mennta- og lýðheilsusviði að gera drög að samning varðandi starfsleyfi og þjónustu við 5 ára leikskólabörn.

    • 2109001 – Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, innleiðing

      Lagt fram minnisblað um framlag vegna samþættingar í þágu farsældar barna.

      Fræðsluráð samþykkir að heimila tillögu þess efnis að stýrihópur Brúarinnar fái umboð fjölskyldu- og fræðsluráðs til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna.

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar

      Lögð fram beiðni um breytingu á skóladagatali Hvaleyrarskóla fyrir skólaárið 2021-2022 ásamt fundargerð skólaráðsfundar.

      Breytingartillaga Hvaleyrarskóla samþykkt.

    • 2001513 – Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur

      Lögð fram drög að þjónustusamningi.

      Fræðsluráð samþykkir þjónustusamning milli Listdansskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar og vísar til bæjarstjórnar til endanlegs samþykkis.Fræðsluráð fagnar því að í Hafnarfirði sé öflugt listdansfélag og lítur á samning þennan sem tímamótasamning

    • 2203717 – Píptest

      Til umræðu

      Fræðsluráð hvetur skólastjórnendur grunnskóla og íþróttakennara til að fjalla um markmið og gildi piptesta í Hafnfirskum grunnskólum.

    • 2203806 – Tónlistarskóli húsnæðismál

      Stækkunarmöguleikar Tónlistarskólans til framtíðar.

      Fræðsluráð samþykkir að hafin verði vinna við frumathugun á rýmisþörf og staðsetningu væntanlegs viðbótarhúsnæðis Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og vísar málinu til mennta- og lýðheilsusviðs og umhverfis- og skipulagssviðs til frekari vinnu.

    • 2008329 – Samþykkt um frístundaheimili

      Lagt fram minnisblað um frístundaheimili.

      Fræðsluráð leggur til að umrædd ósk um breytingar á frístund á degi skólasetningar og skólaslita verði rædd í foreldraráði grunnskólabarna og skólaráðum hvers skóla. Óskað er eftir að umsagnir berist fræðsluráði eigi síðar en 22. apríl.

    • 2203008F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 348

      Lögð fram fundargerð 348. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt