Fræðsluráð

7. september 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 495

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, María Baldursdóttir, daggæslu- og innritunarfulltrúi, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, María Baldursdóttir, daggæslu- og innritunarfulltrúi, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Herborg Friðriksdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Aldís Dröfn Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Margrét Thelma Líndal áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2203328 – Upplestrarkeppni 7. bekkinga

      Lögð fram skýrsla verkefnisstjóra um Upplestrarkeppni 7. bekkinga skólaárið 2021-2022.

      Lagt fram.

    • 2208772 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lögð fram beiðni um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Sólveigu Sverrisdóttur.

      Samþykkt.

    • 2206143 – Endurnýjun tímatökubúnaðar

      Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var lagt fram erindi Sundfélags Hafnarfjarðar vegna tímatökubúnaðar. Nefndin tók jákvætt í erindið en vísaði því til fræðsluráðs til frekari úrvinnslu.

      Erindi Sundfélags Hafnarfjarðar vísað til fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.

    • 2206145 – Endurskoðun rekstrarsamnings vegna félagshesthúss

      Erindi frá Hestamannafélaginu Sörla vegna rekstrar félagshesthúss lagt fram. Óskað er eftir því að hækka framlag Hafnarfjarðarbæjar í gegnum rekstrarsamning vegna starfsmanns í félagshesthúsið og reksturs félagshestshússins.

      Erindi Hestamannafélagsins Sörla vegna starfsmanns í félagshesthús vísað til frekari vinnslu hjá mennta- og lýðheilsusviði.

    • 2206144 – Endurskoðun rekstrarsamnings við Bjarkirnar

      Nýting á íþróttahúsi Bjarkanna hefur breyst og er ekki íþróttakennsla þar frá 10:00-14:00 á virkum dögum. Í rekstrarsamningi er gert ráð fyrir tveimur starfsmönnum á þessum tíma.

      Breyting á rekstrarsamningi lagður fram til kynningar.

    • 2208118 – Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022

      Lögð fram ný rannsókn á högum skólabarna úr 4., 6., 8. og 10. bekk í Hafnarfirði sem Menntamálastofnun stóð fyrir fyrr á árinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23.ágúst sl. um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026 ásamt minnisblaði og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023-2026.

      Til kynningar.

    • 2209145 – Brúkum bekki

      Lagt fram erindi frá verkefnisstjórn verkefnisins Brúkum bekki.

      Fræðsluráð þakkar verkefnastjórn Brúkum bekki fyrir erindið og vísar því til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs. Fræðsluráð hvetur skólastjóra grunnskóla Hafnarfjarðar til að taka jákvætt í erindið og að úr verði farsælt samstarf kynslóða í Hafnarfirði.

    • 2209149 – Starfsumhverfi leikskóla drög að breytingu á reglugerð

      Drög að breytingu á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla, nr. 655/2009 sem er til umsagnar í samráðsgátt.

    • 2209163 – Frístundaheimili í Hafnarfirði

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar.

      1. Hversu mörg stöðugildi skóla- og frístundaliða á eftir að manna í skólum Hafnarfjarðar?
      2. Hve mörg börn í Hafnarfirði komast ekki í frístund að loknum skóladegi?
      3. Óskað er eftir greiningu eftir hverfum og skólum í bænum?

      Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar lögð fram og vísað til mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 2206219 – Grunnskólaganga barna með alþjóðlega vernd

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar.

      Í ljósi ályktunar sem bæjarstjórn lagði fram á fundi bæjarstjórnar 31. ágúst s.l. undir dagskrárlið nr. 12 um samræmda móttöku flóttamanna (málsnúmer 1912116) þá leggja fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi fyrirspurnir:

      1. Hefur eitthvað breyst varðandi grunnskólagöngu barna í leit að alþjóðlegri vernd eins og henni var lýst í minnisblaði frá þróunarfulltrúa grunnskóla frá 10. júní sl. og lagt var fram á fundi fræðsluráðs þann 15. júní sl.?
      2. Er staða þessara einstaklinga eins og henni var lýst af þróunarfulltrúa grunnskóla í byrjun júní eins núna í dag, tæpum þremur mánuðum síðar? Eða hefur staða þeirra versnað í kjölfar þeirrar stöðu sem nú er komin upp og lýst er í ályktun bæjarstjórnar?
      3. Á áðurnefndum fundi fræðsluráðs þann 15. júní sl. bókaði fræðsluráð að mikilvægt væri að börn fái menntun í samræmi við alþjóðleg lög og samþykkt ríkis um barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Á fundinum var mennta- og lýðheilsusviði falið að hefja vinnu við undirbúning á nýrri deild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd á grunnskólaaldri með aðsetur í Hafnarfirði, sambærilegt úrræði og Bjarg sem staðsett er við Hvaleyrarskóla, að því gefnu að fjármagn sé tryggt frá ríki. Hefur fjármagn frá ríki verið tryggt til þessa verkefnis?
      4. Að auki óskum við eftir upplýsingum um hversu mörg börn á grunnskólaaldri í leit að alþjóðlegri vernd sem eru skráð í Hafnarfirði hafa enn ekki hafið grunnskólagöngu?

      Spurningum fulltrúa Samfylkingarinnar lagðar fram og vísað til vinnslu á mennta- og lýðheilsusviði

      Fræðsluráð tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem lögð voru fram í ályktun á fundi bæjarstjórnar þann 31. ágúst sl. um samræmda móttöku flóttamanna.

      Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þess að ákvæði í alþjóðlegum lögum og samþykkt ríkis um barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sé virt. Eins og staðan í málaflokknum er í dag þá getur Hafnarfjarðarbær ekki uppfyllt skilyrði þessara laga og barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Ástæðan er samráðsleysi félags-og vinnumarkaðsráðuneytisins gagnvart Hafnarfjarðarbæ. Fræðsluráð krefst viðbragða frá ráðuneytinu og tafarlausra úrbóta á þeim vanda sem skortur á úrræðum frá ríkinu hefur skapað. Ríkinu ber að standa við sínar skuldbindingar og ábyrgð gagnvart börnum á flótta og koma til móts við sveitarfélagið í þessu máli. Menntun barna er einfaldlega of mikilvægt viðfangsefni svo hægt sé að draga lappirnar í þeim efnum.

    • 2209167 – Hamranesskóli

      Undirbúningur að byggingu leik- og grunnskóla í Hamranesi.

      Fræðsluráð samþykkir að setja af stað vinnu við leik- og grunnskóla í Hamranesi á lóð merkt 23.B og vísar til umhverfis – og skipulagssviðs til deiliskipulagsvinnu samhliða vinnu við áður samþykktan leikskóla á lóð merkt 10.A.

    • 2209162 – Dagforeldrar erindi frá stjórn félagsins

      Lagt fram bréf frá félagi dagforeldra í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn leggja fram eftirfarandi bókun.

      Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn leggja áherslu á að vera í stöðugu og virku samtali við dagforeldra líkt og gert var á síðasta kjörtímabili. Formaður fræðsluráðs hefur haft milligöngu um fund með stjórn dagforeldra ásamt öllum kjörnum fulltrúum fræðsluráðs. Dagforeldrar eru ein af mikilvægum stoðum samfélagsins og er því mikilvægt að þróa starf þeirra og starfsumhverfi í takt við nútíma samfélag.

      Fulltrúar í Samfylkingunni leggja fram eftirfarandi bókun.

      Á síðustu 10 árum hefur dagforeldrum í Hafnarfirði fækkað úr rúmlega 50 niður í 25. Þessi fækkun dagforeldra er mikið áhyggjuefni fyrir íbúa í Hafnarfirði. Ljóst er að mikil þörf er á þeirri þjónustu sem dagforeldrar í Hafnarfirði veita og því er mikilvægt að sporna gegn þessari þróun. Fulltrúar í fræðsluráði munu eiga fund með stjórn Félagi dagforeldra í Hafnarfirði núna í næstu viku. Á þeim fundi er mikilvægt að hlustað sé á málflutning dagforeldra og svo brugðist við honum í kjölfarið.

    • 2206022F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 354

      Lögð fram fundargerð 354.fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt