Fræðsluráð

22. mars 2023 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 509

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Hilmar Ingimundarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður
  • Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gauti Skúlason aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Árný Steindóra Steindórsdóttir, deildarstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Særún Þorláksdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir, varaáheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2303094 – Skóladagatal 2023-2024 grunnskólar

      Skóladagatöl hvers grunnskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar.

      Skóladagatöl Áslandsskóla, Engidalsskóla, Hvaleyrarskóla, Hraunvallaskóla, Lækjarskóla, Setbergsskóla, Víðistaðaskóla, Öldutúnsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar samþykkt.

    • 2303536 – Skóladagatal 2023-2024 leikskólar

      Skóladagatöl hvers leikskóla fyrir sig í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar

      Leikskóladagatöl Arnarbergs, Álfabergs, Álfasteins, Bjarkalundar, Hamravalla, Hlíðarbergs, Hlíðarenda, Hraunvallaleikskóla, Hörðuvalla, Norðurbergs, Skarðshlíðarleikskóla, Smáralundar, Stekkarás, Tjarnarás, Vesturkots og Víðivalla samþykkt.

    • 2302526 – Frístundabíll, fyrirspurn

      Svar íþrótta- og tómstundafulltrua við fyrirspurn um frístundaakstur lagt fram.

      Frístundabíll, fyrirspurn

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá foreldraráði grunnskólabarna í Hafnarfirði;
      Foreldraráð grunnskólabarna Hafnarfjarðar óskar eftir því að kannaður verði möguleikinn á því að auka þjónustu við börn og foreldra á þann hátt að nemendur geti tekið frístundabíllinn aftur til baka í sinn skóla að loknum æfingum sem lýkur klukkan 16:00. Þannig má koma til móts við þá foreldra sem eiga í erfiðleikum með að ljúka vinnu fyrir klukkan 16:00 og gefa börnum færi á að fara aftur í frístund sé þess kostur.
      Erindi foreldraráðs Hafnarfjarðar lagt fram og vísað til sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs til frekari skoðunar.

      Fræðsluráð tekur undir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem segir meðal annars að eitt af markmiðum frístunda aksturs var að stytta skóla/ vinnudag barna og að tillaga sú sem foreldraráð barna leggur til muni að óbreyttu lengja vinnudag barnanna. Vegna þessa og þess sem fram kemur í minnisblaði getur fræðsluráð ekki fallist á tillögu foreldraráðs grunnskólabarna

    • 2303529 – Samstarfssamningur, Frisbígolffélag Hafnarfjarðar

      Lagt fram erindi Frisbígolffélags Hafnarfjarðar um samstarfssamning við Hafnarfjarðarbæ.

      Fræðsluráð vísar erindi Frisbígolfsfélags Hafnarfjarðar til fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2024.

    • 2303552 – Móðurmálsstuðningur

      Tillaga lögð fram um að heimila börnum með erlendan bakgrunn að nýta frístundastyrkinn í móðurmáls- og íslenskunám:

      Börn með erlendan bakgrunn verði heimilt að nýta frístundastyrk sinn til að greiða niður þátttökugjöld fyrir íslenskunám og móðurmálskennslu svo framarlega sem önnur viðmið reglna um frístundastyrk sé framfylgt s.s. varðandi tímalengd og hæfi kennara og þjálfara.

      Ef barn með erlendan bakgrunn sé að nýta frístundastyrk sinn í hefðbundið íþrótta- og tómstundastarf og hyggst sækja móðurmáls- eða íslenskunám er heimilt tímabundið meðan á námskeiðinu stendur að tvöfalda frístundastyrkinn þannig að viðkomandi geti stundað tímabundið hvorutveggja frístundastarf og móðurmálskennslu.

      Um er að ræða tímabundna heimild til eins árs eða til 1. maí 2024. Að því tímabili loknu skal endurskoða þetta ákvæði út frá reynslu og notkun á heimildinni. Ekki er um breytingu á reglum um frístundastyrk heldur tímabundin heimild til starfsmanna íþrótta- og tómstundamála til að afgreiða umsóknir með þessum hætti.

      Tillaga lögð fram til umræðu. Mennta- og lýðheilsusviði falið að óska eftir umsögn fjölmenningaráðs. Lagt er til að taka til afgreiðslu á næsta fundi fræðsluráðs.

    • 2201739 – Mönnun leikskóla

      Lagt fram svar fyrir fyrirspurn Samfylkingarinnar.

      Meirihluti fræðslurás bókar eftirfarandi: af 17 leikskólum í Hafnarfirði eru allir leikskólar með grunnmönnun. Það er miður að loka hafi þurft deildum í tveimur leikskólum á ákveðnum dögum og að hluta til í 6 leikskólum vegna manneklu en enn vantar að manna stöður vegna til dæmis undirbúningstíma, afleysinga, fjarveru starfsmanna til náms í leikskólafræðum og veikinda. Á undanförnum vikum hefur bæst í starfsmannahóp leikskólanna sem er mikið fagnaðarefni og er það trú okkar að þær aðgerðir sem ráðist var í séu að skila tilætluðum árangri. Meirihluti fræðsluráðs þakkar fyrir það faglega og góða starf sem innt er af hendi í leikskólum bæjarins.

    • 2303604 – Daggæsla barna rekstrarleyfi

      Kynnt breyting á ferli umsóknar um leyfi til að gerast dagforeldri.

      Lagt fram.

    • 2303452 – Starfshópur um tómstundamiðstöðvar

      Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um tómstundamiðstöðvar.

      Lagt fram.

    • 2301215 – Leikskólar undirbúningstímar deildarstjóra

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:

      Á fundi fræðsluráð þann 11. janúar sl. var lögð fram tillaga um að deildarstjórar í aðildarfélögum Bandalags háskólamann (BHM) og Hlíf fái sömu 10 klst. í undirbúningstíma og faglærðir deildarstjóra. Fræðsluráð fagnaði þessari tillögu og engar athugasemdir voru gerðar við hana af ráðinu. Hefur þessi tillaga komið til framkvæmda?

      Fyrirspurn lögð fram.

    Fundargerðir

    • 2303007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 368

      Lögð fram 368. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt