Hafnarstjórn

22. febrúar 2012 kl. 12:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1405

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1109041 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012

      Formaður hafnarstjórnar tilkynnti að fundurinn yrði lokaður undir fyrsta dagskrárlið.$line$Til fundarins mætti Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og fór yfir lánamál Hafnarfjarðarhafnar eftir endurfjármögnun.

      Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar lagði fram lánasamning milli hafnarinnar og bæjarsjóðs þar sem fram kemur yfirlit yfir afborganir og vexti á samningstímanum. Hafnarstjórn samþykkir framlagðan lánasamning og veitir hafnarstjóra heimild til að undirrita samninginn f.h. Hafnarfjarðarhafnar.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir tillaga um breytingu deiliskipulags lóðar Gasfélagsins í Straumsvík. $line$Skipulags- og byggingaráð vísaði tillögunni til umsagnar hafnarstjórnar á fundi sínum 22. febrúar 2012.

      Formaður hafnarstjórnar Eyjólfur Sæmundsson vék af fundi undir þessum lið.$line$ $line$Hafnarstjórn tekur undir og samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagið fari í auglýsingu samkvæmt bókun Skipulags- og byggingaráðs.

    • 1202279 – Styrkbeiðni til skútukaupa

      Lögð fram styrktarbeiðni frá Eyþóri Agnarssyni og Guðmundi Ísak Markússyni til kaupa á seglskútu.

      Hafnarstjórn getur ekki samþykkt framkomna beiðni.

    • 1202050 – Samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál

      Lögð fram til umsagnar “Samgönguáætlun 2011 – 2014”.

      Hafnarstjórn tekur undir umsögn Hafnarsambands Íslands.

    • 1202053 – Samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál

      Lögð fram til umsagnar “Samgönguáætlun 2011 – 2022”.

      Hafnarstjórn tekur undir umsögn Hafnarsambands Íslands.

Ábendingagátt