Hafnarstjórn

2. apríl 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1424

Mætt til fundar

  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingvar J Viktorsson varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1301731 – Hafnarsvæði, umsókn um stöðu- eða torgsöluleyfi

      Kynnt bókun skipulags og byggingafulltrúa um umsóknina.

      Hafnarstjórn samþykkir að pylsuvagninum verði stillt á bílastæðin ofan við lokuðu flotbryggjurnar í Flensborgarhöfn til reynslu til loka september 2013. Samþykkt hafnarstjórnar nær eingöngu til staðsetningar pylsuvagnsins. Aðrar samþykktir til rekstursins þarf viðkomandi að afla sér.$line$Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera sérstakan samning við málsaðila.

    • 1302324 – Ráðning hafnsögumanns og hafnarvarðar

      Hafnarstjóri greindi hafnarstjórn frá umsóknum um starf hafnsögumanns annarsvegar og hafnarvarðar hinsvegar.

    • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

      Lögð fram hugmynd um skoðun rekstrar- og fjárhagsstöðu hafnarinnar. Ennfremur lögð fram drög að áætlun og samningi þar um við endurskoðendur hafnarinnar KPMG.

      Hafnarstjórn ákveður að hefja verkefninð ekki að svo stöddu.

Ábendingagátt