Hafnarstjórn

16. apríl 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1425

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1209314 – Markaðssetning

      Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Mannviti mætti á fund hafnarstjórnar og hélt áfram kynningu sinni frá 19. febrúar sl.

      Haukur kynnti áform um námavinnslu á Grænlandi og möguleg viðskiptatækifæri þar.

    • 1109041 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012

      Lögð fram drög að ársreikningi Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2012.$line$Hafnarstjóri skýrði reikningana.$line$

      Hafnarstjórn samþykkir að vísa drögum að ársreikningi til bæjarráðs og síðari umræðu í hafnarstjórn.

    • 1303023 – Veð í húsnæði hafnarinnar

      Lagt fram erindi Hafnarfjarðarbæjar um að veð Íslandsbanka í húsnæði Hafnarfjarðarhafnar haldi sér.

    • 1210116 – Umsókn um stækkun lóðarinnar Fornubúðir 3

      Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags lóðanna Fornubúðir 3 og Cuxhavengötu 2.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þessa breytingu á deiliskipulagi lóðanna og vísar málinu til byggingar-og skipulagsráðs

    • 1303503 – Aðstaða fyrir sölueiningar á hafnarsvæði

      Lagt fram erindi Icecard ehf um aðstöðu fyrir sölueiningar á hafnarsvæði.

      Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti.

Ábendingagátt