Hafnarstjórn

20. maí 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1451

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson formaður
  • Elín Soffía Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Lovísa Árnadóttir varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1404299 – Minnismerki um Stjána bláa

      Tekin fyrir ósk Eyjólfs Sæmundssonar, dagsett 22. apríl 2014, um stuðning hafnarinnar við að reisa minnisvarða um Stjána bláa.

      Hafnarstjórn samþykkir vilyrði fyrir fjárveitingu allt að 2 milljonir kr. til að seisa minnisvarða um Stjána bláa, enda verði aðrar forsendur fjármögnunar uppfylltar og verkefnið samþykkt af viðeigandi aðilum. Jafnframt beinir hafnarstjórn þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að minningarreitur um skáldið Örn Arnarson við Austurgötu verði færður í viðeigandi horf.

    • 1310316 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014

      Lögð fram tillaga að viðauka I við fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2014.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2014, samanber bókun liðar 1 í fundargerð.

    • 1403095 – Cuxhavengata 3, fyrirspurn

      Tekin til umsagnar fyrirspurn Saltkaup ehf. um að fá heimild til að stækka saltgeymslu fyrirtækisins að Cuxhavengötu 3. Skipulags og byggingafulltrúi sendi hafnarstjórn erindið til umsagnar á fundi sínum 19.03.2014

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna stækkun byggingarreits og tilfærslu kvaðar um umferð.

    • 1404078 – Plastpokar

      Lögð fram samþykkt og greinargerð Umhverfis- og framkvæmdaráðs. 9. apríl 2014, um ákvörðun og leiðir til að minnka plastpokanotkun í Hafnarfirði.

      Hafnarstjórn samþykkir að koma að verkefninu.

    • 1402300 – Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn

      Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um staðsetningu hótel- og veitingaskips í Hafnarfirði.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna frekar í málinu og ræði við hagsmunaaðila.

    • 1405303 – Lóðamál hafnarinnar, staða maí 2014

      Hafnarstjóri kynnti stöðu lóðamála á hafnarsvæðinu.

Ábendingagátt