Hafnarstjórn

16. desember 2014 kl. 13:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1462

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1412115 – Frystigeymsla

      Hafnarstjóri og bæjarstjóri greindu frá viðræðum við Eimskip um byggingu frystigeymslu í Hafnarfirði.$line$Lagt fram erindi Eimskips varðandi frystigeymslu, dagsett 16. desember 2014, undirritað Gylfi Sigfússon forstjóri.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og bæjarstjóra að halda viðræðum áfram við fyrirtækið.

    • 1409804 – Fjárhagsáætlun, gjaldskrá, uppgjör og ársreikningur 2015

      Lögð fram tillaga að nýjum lið í gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2015.$line$Um er að ræða breytt hlutverk hafna við móttöku tilkynninga, móttöku og förgun úrgangs frá skipum ásamt tilkynningum um sama efni til Umhverfisstofnunar.$line$

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða viðbót við gjaldskrá hafnarinnar, sem tekur gildi 1. janúar 2015.

Ábendingagátt