Hafnarstjórn

17. febrúar 2015 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1467

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri mætti til fundarins

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri mætti til fundarins

  1. Almenn erindi

    • 1501477 – Starfsmannamál, trúnaðarmál.

    • 1501433 – Hafnamál við Faxaflóa, Faxaflóahafnir

      Tekið til umræðu erindi Faxaflóahafna til Hafnarfjarðarbæjar dagsett 9. janúar 2015.

      Hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar tekur undir það sjónarmið sem kemur fram í samþykkt Faxaflóahafna að rík ástæða sé til að mótuð verði heildarsýn fyrir hafnarstarfssemi við Faxaflóa til framtíðar, einnig að með aukinni samvinnu eru til staðar tækifæri til vaxtar og hagkvæmni á hafnarstarfsemi í höfnum við Faxaflóa.$line$Hafnarstjórn leggur til að hafnarstjóri kynni fyrir bæjarstjórn samantekt, um hafnir og hafnakosti við sunnanverðan Faxaflóa, sem unnin var 2013.

    • 1502273 – Heimildarmynd um íslenskan sjávarútveg

      Tekið fyrir umsókn Björgvins Helga Möller Pálssonar um styrk til að gera heimildarmynd um íslenskan sjávarútveg í aldanna rás.

      Hafnarstjórn hafnar erindinu.

    • 1502302 – Háagrandi ehf, stjórnarfundur 16. 2. 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Háagranda ehf, frá 16. febrúar 2015, ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2014.

      Hafnarstjórn samþykkir tillögur stjórnar Háagranda hf, frá fundi hennar 16. febrúar 2015.$line$

Ábendingagátt