Hafnarstjórn

7. júlí 2015 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1472

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde formaður
  • Pétur Óskarsson varaformaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Sigríður Lára Árnadóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri mætti til fundarins.[line]Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Capacent ráðgjöf, mætti til fundarins.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri mætti til fundarins.[line]Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Capacent ráðgjöf, mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1507025 – Höfnin úttekt og stjórnsýslubreytingar, kynning

      Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi frá Capacent, kynnti tillögur sínar að breytingum á rekstrarfyrirkomulagi hafnarinnar, í ljósi greiningarvinnu fyrirtækisins á rekstri hafnarinnar síðastliðin 10 ár.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að skoða tillögur Capacent og skila áliti til hafnarstjórnar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG bóka:
      Vegna úttektar Capasent og fleiri á starfsemi Hafnarsjóðs sl 10 ár þá viljum við leggja áherslur á eftirfarandi.
      1. Úttektin virðist hefjast með viðtali Garðars Jónssonar frá R3 Ráðgjöf við einn starfsmann hafnarinnar 15. nóv. á sl. ári, síðan má merkja aðkomu bæjarstjórans og síðan heildar útlit framsett og unnið af Capasent.
      2. Í fyrstu er athyglisvert að við úttekt á afkomu Hafnarsjóðs er sleppt að taka inn endurnýjaðan samning við Rio Tinto Alcan í Straumsvík það sem koma inn stór auknar tekjur hafnarsjóðs.
      3. Yfirbragð úttektar hefur svip þess að draga fram ýmsa þætti á neikvæðan hátt þannig að ætla mætti við lauslega yfirferð að ekki hafi verið staðið rétt að málum
      ? Vegna ferða erlendis sem farnar voru vegna samþykktar stjórnar um markaðsáætlunar 2010 til að fá aukin viðskipti við höfnina, sérstaklega skemmtiferðaskið og skip frá Grænlandi.
      ? Þá mætti ætla að ferðapeningar séu vægast sagt ríflegir en við nánari skoðun kemur fram að reiknaðir dagpeningar voru algjörlega með eðlilegum hætti og samkvæmt kjarasamningum og reglum fjármálaráðuneytisins.
      ? Í umsögn um ritun sögu Hafnarinnar í 100 ár sem samþykkt var að fara í af stjórn, er sérstaklega sett fram hverjir vor undirverktakar og mætti ætla að þau hefðu unnið þau störf í vinnutíma hjá Hafnafjarðarbæ þar sem þau starfa. En fram hefur komið að sú vinna var fyrir utan þeirra vinnutíma en það var ekki haft fyrir því að fá það fram. Ritunin var alfarið í höndum og ábyrgð ritsjórnar og ekki var haft fyrir því að geta þess og ekki nafngreint.
      4. Starfsemi Hafnarfjarðarhafnar fer samkvæmt lögum um hafnir og eru hafnir flokkaðar eftir stærð og umfangi.
      ? Samkvæmt tillögu í úttektinni er lagt til að Hafnafjarðarhöfn sé færið niður um einn flokk, en slíkt er gert ef fjárhagstaða hafnarinnar standast ekki lagleg viðmið.
      ? Óþekkt er að slíkt sé gert við höfn í sambærilegri stærð og umsýslu, og ber vott um mikla vanþekkingu um hafnarstarfssemi.
      ? Allt ferli er unnið án samráðs og samstarfs til þess að ná fram hagræðingu sem unnt væri að ná ef allir kæmu að málum til farsælla lausna.
      ? Ekki er leitað eftir hvernig stjórnendur hafnarinnar vinna í samstafi við nágrenins-hafnir eins og Faxaflóahafna í sameiginlegum málum.
      5. Hvergi í skýrslunni er vikið orði að því að Hafnarfjarðarhöfn er á góðri leið við að vinna sig út úr efnahagshruni, sem hafði skelfilegar af leiðingar fyrir sveitarfélög og ríkissjóð. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa skuldir hafnarinnar lækkað verulega og stefnir í að höfnin verði í góðri stöðu eftir örfá ár. Í skýrslunni er kosið að segja sem minnst um þessa staðreynd.
      6. Í skýrslunni er vinnutími starfsmanna tortryggður og jafnvel ýjað að því að launakjör starfsmanna séu óeðlileg og að vinnutími utan venjulegs skrifstofutíma sé óþarfur og jafnvel gefið í skyn að einhver annar aðili geti hæglega tekið það að sér og ekkert minnst áþá þjónustu sem höfnin veitir viðskiptavinum sínum.
      7. Í skýrslunni er hvergi að finna neina framtíðarsýn fyrir Hafnarfjarðarhöfn og skautað yfir þá staðreynd að höfnin er lífæð Hafnarfjarðar til langrar framtíðar og gríðarlegir möguleikar fólgnir í tilvist hennar fyrir Hafnarfjörð sem hefur mikla yfirburði á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar möguleika á uppbyggingu á iðnaði og annari atvinnustarfsemi.
      Niðurlag, við undirritaðir hörmum þau vinnubrögð sem mótast af fyrirfram gefnum lausnum sem unnin eru af mikilli vanþekkingu og beinum fjandskap við stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarar-hafnar sem unnið hafa af mikilli samviskusemi við erfitt restrarumhverfi í framhaldi efnahags-þrengina sem bitnuðu harkalega á hafnarsjóði eins og öðrum rekstri í landinu. Nú þegar horfir til jákvæðs árangurs stjórnslýslu hafnarinnar er vegið að starfsemi hafnarinnar og stjórnendum og starfsfólki.
      Hafnarfirði 6. júní 2015
      Gylfi Ingvarsson og Sigurbergur Árnason stjórnarmenn í Hafnarstjórn Hafnarfjarðar

    • 1501477 – Starfsmannamál.

      Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar mætti til fundarins.

      Farið yfir starfsmannamál hjá höfninni.

      Lagt fram bréf Félags skipstjórnarmanna, þar sem boðað er ótímabundið verkfall félagsmanna Félags Skipstjórnarmanna, sem starfa við hafnir sveitarfélaga frá og með kl 00:00 þann 25. júlí nk.

    • 1504461 – Óseyrarbraut 22, lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að nýjum lóðaleigusamningi fyrir stækkaða lóð Óseyrarbraut 22.

      Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

    • 1112201 – Óseyrarbraut 29, lóða- og byggingamál

      Lögð fram drög að lóðaleigusamningi fyrir stækkaða lóð Óseyrarbraut 29

      Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti.

    • 1410420 – Markaðssetning_2014_2015

      Hafnarstjóri kynnti sýningu fyrir skemmtiferðaskip í Hamborg dagana 9. til 11. september 2015, ásamt fyrirtækjastefnumóti í NUUK seinnipartinn í október.

Ábendingagátt