Hafnarstjórn

18. febrúar 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1483

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt mætti til fundarins.[line]Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt mætti til fundarins.[line]Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Magnea Guðmundsdóttir kynnti lokadrög verkefnishóps Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafnar um framtíðarskipan Flensborgarhafnarsvæðisins.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu.

    • 1602146 – Gestasiglarar - aðstaða

      Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Þyts um heimild til aðstöðusköpunar til að taka á móti gestaskútum, sem leið eiga yfir Atlantshafið.
      Umsóknin er dagsett 3. febrúar 2016

      Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að vinna málið afram.

    • 1602249 – Óseyrarbraut 27B, lóðarumsókn

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Óseyrarbraut 27B, dagsett 10. febrúar 2016.
      Umsækjandi er Sölvi Steinarr slf

      Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarúthlutunina, samanber lóðarumsóknina.

    • 1602361 – Fornubúðir 5, heimilisfangsbreyting

      Lögð fram ósk eigenda Fornubúða 5 um heimilisgagnsbreytingu lóðarinnar í Cuxhavengötu ?

      Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, að því gefnu að lóðarhafi greiði allan kostnað við breytingarnar.
      Hafnarstjórn vísar málinu til Umhverfis og skipulagssviðs.

Ábendingagátt