Hafnarstjórn

12. maí 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1486

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1605158 – Hafnarstjóri

      Valnefnd sem skipuð var af hafnarstjórn vegna ráðningar hafnarstjóra þann 1. febrúar 2016 telur að Lúðvík Geirsson hafi best uppfyllt á hlutlægum grundvelli þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati valnefndarinnar leiðir reynsla, þekking og menntun sem og leiðtoga- og samstarfshæfni Lúðvíks til þess að hann er talinn vera hæfastur umsækjenda í starfið. Önnur gögn s.s. persónuleikapróf og umsagnir styrktu það mat enn frekar.

      Með hliðsjón af framangreindu er það tillaga valnefndarinnar að Lúðvík Geirssyni verði boðið starf hafnarstjóra.

      Hafnarstjórn samþykkir að Lúðvík Geirsson verði ráðinn hafnarstjóri Hafnarfjarðar.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela formanni hafnarstjórnar ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við hafnarstjóra.

      Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að hafnarstjóri Lúðvík Geirsson hafi fullt prókúruumboð fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

    • 1602249 – Óseyrarbraut 27B, lóðarumsókn,úthlutun

      Lagt fram bréf frá Sölva Steinarr slf. þar sem óskað er eftir því að lóðarúthlutun lóðarinnar Óseyrarbrautar 27 b, dagsett 2. mars 2016 verði felld niður.

      Lögð fram drög að leigusamningi fyrir Óseyrarbraut 27b.

      Hafnarstjórn frestar erindinu.

    • 1604185 – Hafnasambandsþing 2016

      Lögð fram drög að dagskrá Hafnasambandsþings, sem haldið verður á Ísafirði 13. og 14. október.

      Hafnarstjórn samþykkir að aðalmenn hafnarstjórnar sæki hafnasambandsþingið.

Ábendingagátt