Hafnarstjórn

8. júlí 2016 kl. 11:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1488

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Kynningar

    • 1607091 – Húsnæði fyrir Hafrannsóknarstofnun, útboð

      Hafnarstjóri kynnti fyrirspurnir og óskir um fyrirgreiðslu á hafnarsvæði vegna útboðs Framkvæmdasýslu ríkisins á húsnæði fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar.

      Hafnarstjórn samþykkir að viðlega skipa Hafrannsóknarstofnunar verði tryggð á hafnarsvæðinu komi til þess að stofnunin flytji höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar.

    • 1606375 – Óseyrarbraut Fornubúðir gatnamót

      Kynntar tillögur að mögulegum breytingum á frágangi við gatnamót Óseyrarbrautar og Fornubúðar.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að útfærslu og lagfæringum á gatnamótum Óseyrarbrautar og Fornubúðar.

    Umsóknir

    • 1607092 – Óseyrarbraut 25 og 27 lóðaumsókn

      Lagt fram erindi frá Hellubyggð kt. 660116-5400 dags. 7. júlí 2016 þar sem óskað er eftir úthlutun á lóðunum Óseyrarbraut 25 og 27 í tengslum við útboð á húsnæði fyrir höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar.

      Hafnarstjórn samþykkir að veita Hellubyggð ehf 660116-5400 vilyrði fyrir lóðunum Óseyrarbraut 25 og Óseyrarbraut 27 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari útfærslu á deiliskipulagi. Vilyrði fyrir lóðunum gildir til 3ja mánaða.

    Almenn erindi

    • 1409657 – Svæði vestan Austurbakka í Straumsvík

      Farið yfir tillögur að viðhaldi og frágangi gámasvæðis við Austurbakka í Straumsvík. Lagt fram minnisblað frá Juris slf. varðandi malbikun og frágang á malarsvæðinu austan Austurbakka.

    • 1606045 – Strandgata, göngustígur

      Farið nánar yfir tillögur að útfærslu á göngustíg við Strandgötu.

      Hafnarstjórn samþykkir að koma á bundnu slitlagi á göngustíginn innan lóðarmarka hafnarinnar við Strandgötu.

Ábendingagátt