Hafnarstjórn

17. október 2016 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1493

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1610097 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2017

      Lögð fram til síðari umræðu drög að fjárhags- og rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2017, ásamt fjárhagsáætlun 2018-2020.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhags- og rekstraráætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn og leggur til við bæjarstjórn að afgreiða hana með sama hætti.

    • 1610106 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2017

      Lögð fram til síðari umræðu tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar sem taki gildi frá 1. janúar 2017.

    • 1609670 – Lóðir í eigu hafnarinnar og lóðarleigusamningar

      Lagt fram yfirlit um hafnarlóðir og gildistíma lóðarleigusamninga.

Ábendingagátt