Hafnarstjórn

18. janúar 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1498

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1607091 – Húsnæði fyrir Hafrannsóknarstofnun, útboð

      Greint frá undirbúningi að skipulagsvinnu og framkvæmdum vegna viðbyggingar við Fornubúðir 5 fyrir höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar.

    • 1501433 – Hafnamál við Faxaflóa, Faxaflóahafnir

      Hafnarstjóri skýrði frá fundi með forráðamönnum Faxaflóahafna um frekara samstarf hafnanna um mótun heildarsýnar fyrir þróun hafnarstarfsemi og uppbyggingu stórskipahafnar við Faxaflóa.

    • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

      Lögð fram drög að samningi Hafnarfjarðarhafnar og Arkitektafélags Íslands um samstarf um hugmyndasamkeppni varðandi framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Jafnframt lagt fram minnisblað hafnarstjóra frá undirbúningsfundi með fulltrúum Arkitektafélagsins.

      Hafnarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins að sinni.

    • 1701215 – Fjárhagsstaða hafnarsjóðs - hafnarsambandið

      Lögð fram fyrirspurn frá Hafnarsambandi Íslands dags. 15. desember sl. varðandi fjárhagsstöðu hafnarsjóðs og jafnframt svarbréf hafnarstjóra dags. 10. janúar sl.

Ábendingagátt