Hafnarstjórn

25. janúar 2017 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1499

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Sigurður Einarsson arkitekt frá Batteríinu mætti til fundarins

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Sigurður Einarsson arkitekt frá Batteríinu mætti til fundarins

  1. Almenn erindi

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Tekið fyrir erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017

      Hafnarstjórn fagnar því að Hafrannsóknarstofnun mun flytja starfsemi sína á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar og sér í því margvísleg tækifæri til að styrkja stöðu hafnarinnar og almenna starfsemi og þjónustu á hafnarsvæðinu.
      Hafnarstjórn tekur undir þau sjónarmið skipulags- og byggingaráðs að vel takist til við hönnun fyrirhugaðrar byggingar sem er á mikilvægum og áberandi stað á hafnarsvæðinu og leggur áherslu á að útlitsteikningar verði kynntar fyrir hafnarstjórn.
      Hafnarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

Ábendingagátt