Hafnarstjórn

23. mars 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1503

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Kynningar

    • 1604455 – Lóðir á Hvaleyrarhafnarsvæði

      Hafnarstjóri gaf yfirlit um stöðu lóðarsamninga á svæðinu og fyrirspurnir um einstakar lóðir.

    • 1612092 – Framkvæmdamál 2017

      Rætt um stöðu framkvæmda á hafnarsvæðinu og mögulegt svæði fyrir skipalyftu.

      Hafnarstjóra falið að vinna frekar að skoðun málsins.

    • 1703334 – Markaðs- og kynningarmál hafnarinnar

      Hafnarstjóri greindi frá fundum með útgerðum og viðskiptaaðilum hafnarinnar í St. Pétursborg og Murmansk. Einnig rætt um sameiginlega markaðskynningu rekstraraðila á hafnarsvæðinu.

Ábendingagátt