Hafnarstjórn

10. janúar 2018 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1519

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

      Lögð fram tillaga dómnefndar að keppnislýsingu vegna opinnar samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða keppnislýsingu og að sammkeppnin fari í auglýsingu.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Farið yfir stöðu málsins. Lögmaður Hafnarfjarðarbæjar Ívar Bragason mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela lögmanni Hafnarfjarðarbæjar og hafnarstjóra að ganga frá lóðasamningi og uppgjöri við VOOV á þeim forsendum sem kynntar voru á fundinum.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

      Farið yfir tillögur að útfærslu og kostnaðarmati vegna Háabakka. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar og stefnt að því auglýsa eftir tilboðum í 1. áfanga verksins fyrir lok janúar.

    • 1602249 – Óseyrarbraut 27B, lóðarumsókn -leigusamningar

      Lögð fram drög að endurnýjuðum leigusamningi við Sölva Steinarss slf. um lóðina Óseyrarbraut 27b.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan leigusamning.

    • 1801143 – Þytur - grjótvörn og göngustígur

      Lagt fram bréf frá Siglingaklúbbnum Þyt dags. 17. desember 2017 þar sem óskað er eftir lagfæringum á grjótvörn og göngustíg framan við félagsheimili klúbbsins.

      Hafnarstjóra falið að ræða við forráðamenn Þyts um endurbætur á svæðinu.

    Umsóknir

    • 1801142 – Þytur - lóðaumsókn, Strandgata 86

      Lagt fram bréf frá Siglingaklúbbnum Þyt dags. 17. desember 2017 þar sem sótt er um lóðina Strandgata 86 til stækkunar á athafnasvæði klúbbsins.

      Opin hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis verður formlega auglýst á næstu dögum. Umræddri lóð sem er innan samkeppnisssvæðisins verður ekki úthlutað fyrr en fyrir liggur nýtt skipulag af svæðinu.

Ábendingagátt