Hafnarstjórn

31. janúar 2018 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1520

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson varamaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1705514 – Straumsvík, lóðir fyrir vinnubúðir

      Lagðir fram leigusamningar við Verkvík-Sandtak ehf. og Idea ehf. um afnot af lóðum undir vinnubúðir við Víkugötu 11A og 11 B í Straumsvík.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða leigusamninga.

    • 1711109 – Spretta - matvælaræktun í borg (Urban farming)

      Tekið fyrir að nýju erindi Sprettu ehf. dags 7. nóv. sl. um tímabundin afnot af lóðinni Strandgata 86.

      Hafnarstjórn telur að hér sé um áhugavert verkefni að ræða en þar sem samkeppni stendur nú yfir um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar/Óseyrarsvæðis og umrædd lóð er innan samkeppnissvæðisins telur hafnarstjórn rétt að bíða með ráðstöfun lóðarinnar þar til frekari ákvörðun liggur fyrir um framtíðarskipan á svæðinu.

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lagt fram samkomulag um uppgjör milli Brú lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Hafnarfjarðarkaupstaðar og gerð grein fyrir hlut Hafnarfjarðarhafnar í því uppgjöri. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Hafnarstjóra falið í samvinnu við sviðsstjóra fjármálasviðs að ganga frá samkomulagi um uppgjör á hlut Hafnarfjarðarhafnar við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.

    • 1712296 – Óseyrarbraut 16 og 20, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Lögð fram drög að endurnýjuðum lóðaleigusamningum við Malbikunarstöðina Hlaðbæ-Colas ehf. kt. 420187-1499 um lóðina Óseyrarbraut 16 og AGROS Óseyrarbraut 20 ehf. kt. 521115-2030 um lóðina Óseyrarbraut 20.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að endurnýjuðum lóðaleigusamningum við Malbikunarstöðina Hlaðbæ-Colas ehf. kt. 420187-1499 um lóðina Óseyrarbraut 16 og AGROS Óseyrarbraut 20 ehf. kt. 521115-2030 um lóðina Óseyrarbraut 20.

    Kynningar

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

      Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna framkvæmda við Háabakka. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir að láta bjóða út 1.áfanga Háabakka þe. kaup og frágang á stálþili, uppfyllingu og kantbita.

    • 1801546 – Norðurbakki - endurbætur og öryggismál

      Lagt fram minnisblað frá Strendingi dags. 20. desember 2017 um ástandsskoðun á stálþili við Norðurbakkann og tillögur til aðgerða.

      Hafnarstjórn samþykkir að láta framkvæmda nauðsynlegar endurbætur á stálþili og öryggisbúnaði við Norðurbakka. Verkið verði boðið út í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt