Hafnarstjórn

14. febrúar 2018 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1521

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður
  • Sigríður Lára Árnadóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lántaka vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.

      Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði i tekjum sveitarfélagsins:
      Hafnarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 94.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitafélagsins sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
      Jafnframt er Lúðvík Geirssyni, kennitala 210459-3839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess fh. Hafnarfjarðarhafnar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    Kynningar

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Hafnarstjóri upplýsti um stöðu og tímaramma fyrirhugaðra framkvæmda vegna nýrra höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar við Fornubúðir 5.

    • 1710420 – Skipaumferð og vörumagn 2017

      Lagt fram yfirlit um skipaumferð og vöruflutninga um Hafnarfjarðarhöfn 2017 og samanburður við fyrri ár.

    • 1610097 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2017

      Hafnarstjóri fór yfir þróun helstu tekjuliða hjá höfninni sl. ár.

Ábendingagátt