Hafnarstjórn

28. mars 2018 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1524

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Lagt fram erindi frá Fornubúðum eignarhaldsfélagi ehf dags. 20. mars 2018 þar sem óskað er eftir afslætti af álögðum gatnagerðargjöldum vegna nýbyggingar við Fornubúðir 5.

      Hafnarstjórn mælir ekki með erindinu en vísar því til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Umsóknir

    • 1803343 – Óseyrarbraut 25

      Lagt fram erindi frá Gunnar Berg Viktorssyni dags 28. mars 2018 fyrir hönd ÞAG ehf þar sem sótt er um lóðina Óseyrarbraut 25 fyrir hafnsækna starfsemi og lagerhúsnæði

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjorn að ÞAG ehf. kt: 680318-0180 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 25 með nánari skilmálum.

    Kynningar

    • 1801546 – Norðurbakki, endurbætur og öryggismál

      Hafnarstjóri skýrði frá undirbúningi framkvæmda vegna fyllingar við stálþilið á Norðurbakka og lagfæringa á þilinu.

    • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

      Gerð grein fyrir stöðu mála og vinnu dómnefndar vegna opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarsvæðis og Óseyrarsvæðis sem nú stendur yfir.

Ábendingagátt