Hafnarstjórn

26. júní 2018 kl. 15:30

á hafnarskrifstofu

Fundur 1529

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1806316 – Hafnarstjórn 2018 - 2022

      Kristín María Thoroddsen formaður hafnarstjórnar bauð stjórnina velkomna til fyrsta fundar á kjörtímabilinu og gerði tillögu um Ágúst Bjarna Garðarsson sem varaformann.

      Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram svohljóðandi tillaga sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl.
      “Uppbygging á hafnarsvæðinu”
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fylgja eftir þeim tillögum sem fram komu í nýlokinni hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Í tillögunum eru settar fram hugmyndir til uppbyggingar með iðandi mannlífi í sátt við atvinnustarfsemi á skipulagssvæðinu. Mikilvægt er að fylgja þessum eftir með áframhaldandi skipulagsvinnu.

      Hafnarstjórn þakkar öllum þeim sem þátt tóku í opinni hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis, en niðurstöður dómnefndar voru kynntar þann 1. júní sl. Hafnarstjórn samþykkir að unnið verið að gerð rammaskipulags af umræddu samkeppnissvæði í samvinnu við skipulagsráð og Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjaðarbæjar. Leitað verði samstarfs við þær arkitektastofur sem hlutu saman 1-2 verðlaun í hugmyndasamkeppninni um þá skipulagsvinnu. Skipuð verði tímabundin samráðsnefnd skipuð 3 fulltrúum frá hafnarstjórn og 2 frá skipulags- og byggingaráði til að vinna að nánari undirbúningi og tilhögun skipulagsvinnunnar í samstarfi við hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa bæjarins. Hafnarstjórn beinir því til skipulags- og byggingaráðs að skipa 2 fulltrúa í samráðsnefndina.

      Hafnastjórn samþykkir tilöguna. Samþykkt að fulltrúar í samstarfsnefndina verði tilnefndir á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 1806318 – Hafnasambandsþing 2018

      Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem boðað er til þings sambandsins í Reykjavík þann 25.-26. október n.k. Þann 24. október mun sambandið standa fyrir sérstöku málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.

    Kynningar

Ábendingagátt