Hafnarstjórn

5. september 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1532

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1708667 – Skipalyfta við Suðurbakka

      Lagður fram viðbótarverksamningur við samning Hafnarfjarðarhafnar og Hagtaks vegna Háabakka frá 8. maí sl. varðandi viðlegukant fyrir skipalyftu og aðstöðu dráttarbáta við vesturenda Suðurgarðs. Verkið er í samræmi við framkvæmdaáætlun ársins.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðbótarverksamning og felur hafnarstjóra að undirrita hann.

    • 1808526 – Starfsskipulag og hafnsaga

      Kynntar tillögur um breytt starfsskipulag og vinnufyrirkomulag sem hafnarstjóri hefur unnið í samaráði við starfsmenn hafnarinnar og taka á gildi 1. desember n.k. Jafnframt kynntar tillögur um breytta starfsskipan við hafnsögu.

      Hafnarstjórn samþykkir með vísan til 12. gr. laga nr. 41/2003 um Vaktstöð siglinga, að Hálfdán Hjalti Hálfdánarson sinni hafnsögustörfum fyrir Hafnarfjarðarhöfn ásamt þeim Ágústi Inga Sigurðssyni og Kristjáni Sigurði Péturssyni.

    Kynningar

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð samráðsnefndar um gerð rammaskipulags og rætt um tilhögun kynningar og samráðs varðandi undirbúning rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn- og Óseyrarsvæði.

    • 1808500 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

      Hafnarstjóri kynnti undirbúning og tímasetningar við gerð fjárhags- og rekstraráætlunar fyrir árið 2019.

Ábendingagátt