Hafnarstjórn

14. nóvember 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1538

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Kynningar

    • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

      Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og kynnti tillögu að breyttri greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkunarflokk H og tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurhafnar fyrir lóðina Fornubúðir 5, reit 4.1, en báðar þessar tillögur eru nú í formlegu auglýsingarferli.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu.
      Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar og Jón Grétar Þórsson fulltrúi Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu málsins og óska bókað:

      Við hörmum þann viðsnúning sem hefur átt sér stað í skipulagsferli þessu. Við teljum að með þessari aðferðafræði sé verið að opna á skipulagsslys, auka á ósætti og tiltrúa á faglegum ferlum innan stjórnsýslunnar. Við teljum einnig að 5 hæða blokk flokkist ekki undir lágreista byggð og að hér sé verið að glopra tækifærinu til að gera Suðurbakkan að því kennileiti Hafnarfjarðar sem við íbúar eigum skilið. Hér er verktakalýðræðið tekið upp á kostnað íbúalýðræðis.

    • 1612274 – Framkvæmdir á hafnarlóðum

      Farið yfir stöðu framkvæmda á einstökum lóðum á hafnarsvæðinu.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Farið yfir verkferla við vinnslu rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og undirbúning fyrir fund með hönnunarteymi síðar í þessum mánuði.

Ábendingagátt