Hafnarstjórn

4. desember 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1563

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

  1. Almenn erindi

    • 1911844 – Afnot og rekstur skútubryggju

      Lögð fram drög að samkomulagi milli Hafnarfjarðarhafnar og Siglingklúbbsins Þyturs um afnot og rekstur á skútubryggju í Flensborgarhöfn.

      Hafnarstjóra falið að ganga frá samkomulagi á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.

    • 1807063 – Hamar og Þróttur slipptaka 2018-2019

      Lögð fram fundargerð frá opnun verðtilboða í viðgerðir og endurbætur á hafnsögubátnum Þrótti. Tvö tilboð bárust. Frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur uppá kr. 10.795.000 og frá Stálsmiðjunni Framtak uppá kr. 18.589.742. Kostnaðaráætlun með ófyrirséðum kostnaði var uppá 10.777.324. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Gunnari H. Sæmundssyni Sætækni, eftirlitsmanni með verkefninu.

      Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í verkið og jafnframt að semja við Klett ehf. um upptöku á skipsvél í samræmi við fyrirliggjandi verðtilboð.

    • 1907215 – Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

      Tekin á ný til umfjöllunar drög að Umhverfisstefnu Hafnarfjarðarhafnar ásamt aðgerðaráætlun.

    Fundargerðir

    Kynningar

    • 1901032 – Hafnarfjarðarhöfn 110 ára

      Rætt um tímasetningu á sýningu heimildarmyndar um Hafnarfjarðarhöfn og Sjómannadaginn í Hafnarfirði.

      Samþykkt að stefna að sýningum í Bæjarbíói í byrjun komandi árs.

Ábendingagátt