Hafnarstjórn

6. maí 2020 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1573

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Tekið fyrir að nýju erindi frá Hróbjarti Jónatanssyni hrl. varðandi umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. til þess að girða af athafnasvæði sitt við Óseyrarbraut 31. Á fundi hafnarstjórnar þann 22. apríl sl. var hafnarstjóra farið að fara nánar yfir málið í samráði við bæjarlögmann.

      Farið hefur verið yfir málið og m.a. aflað upplýsinga um rekstur lóðarhafa Óseyrarbrautar 29 á bátalyftu. Samkvæmt fulltrúa lóðarhafans hefur hann sent Samgöngustofu erindi þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir akstri lyftunnar á hafnarsvæðinu en niðurstaða í því máli liggur enn ekki fyrir. Telur hafnarstjórn ekki unnt að taka afstöðu til framkomins erindis Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. fyrr en niðurstaða Samgöngustofu liggur fyrir í því máli. Er afgreiðslu málsins því frestað.

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Tekið fyrir að nýju erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis varðandi orkuskipti á hafnarsvæðum. Lagt fram bréf hafnarstjóra til ráðuneytisins dags. 24. apríl sl. um yfirlit á framkvæmdum vegna orkskipta í Hafnarfjarðarhöfn á árinu 2020. Jafnframt lögð fram drög að greinargerð um framkvæmdir Hafnarfjarðarhafnar við landtengingar árin 2020 – 2025.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að kynna framlagða tillögu að framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna landtenginga og orkuskipta hjá Hafnarfjarðarhöfn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Jafnframt samþykkt að fara nánar yfir einstaka verkþætti á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 2004314 – Óseyrarbraut 29, lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að nýjum lóðaleigusamningi fyrir stækkaða lóð að Óseyrarbraut 29.

      Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2004440 – Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði

      Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 5. maí sl. um átak í umhirðu og hreinsun atvinnusvæða.

      Hafnarstjórn tekur undir samþykktina og leggur áherslu á átak í hreinsunarmálum á hafnarsvæðum nú í sumarbyrjun.

    Kynningar

    • 2004268 – Ársreikningur 2019

      Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu. Hafnarstjóri kynnti reikninginn.

      Ársreikningnum vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 2003050 – COVID-19 viðbragðsaðgerðir á hafnarsvæðum

      Hafnarstjóri kynnti útfærslur hafnarinnar varðandi aðgengi að skrifstofum og vigtarhúsi eftir 4. maí sl. og endurskoðun á starfsskipulagi. Einnig farið yfir væntanleg áhrif Covid á komur farþegaskipa og aðra starfsemi á næstu vikum.

Ábendingagátt