Hafnarstjórn

13. júlí 2020 kl. 09:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1578

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Guðmundur Fylkisson varamaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

      Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags. 23. júní 2020 f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags.

      Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ósk um breytingu á greinargerð gildandi skipulags þar sem vísað er til skilgreiningar um landnotkun í gr. 6.2, lið b í Skipulagsreglugerð og tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs. Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að málsmeðferð verði í samræmi við 2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Kynningar

    • 2007364 – Hafnasambandsþing 2020

      Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands dags 3. júlí 2020 um boðun hafnasambandsþings í Ólafsvík dagana 24. – 25. september n.k.

Ábendingagátt