Hafnarstjórn

12. ágúst 2020 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1579

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Kynningar

    • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

      Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins og fór yfir tillögur að útfærslum á grjótvörn við Norðurbakka og einnig skilmála fyrir útboð á grjótfyllingunni.

      Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út verkið fyrir lok ágústmánaðar og einnig að unnið verði kynningarefni um fyrirhugaðar framkvæmdir.

    • 1909113 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2020

      Hafnarstjóri kynnti yfirlit um rekstur hafnarinnar fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2020.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

      Kynnt staða í framkvæmdum á hafnarsvæðinu og tímasetningar við frágang á trébryggju við Háabakka.

    • 1912342 – Súrálsbakki Straumsvík- tjón. v. óveðurs

      Farið yfir endurbætur á Súrálsbakka í Straumsvík eftir tjón sem varð í óveðri í desember á sl. ári. Viðgerðum er lokið og skilagrein hefur verið send til Náttúruhamfaratrygginga Íslands.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Rætt um framhald vinnu við útfærslu á skipulagi fyrir Flensborgar- og Óseyrarsvæði í framhaldi af samþykkt rammaskipulags fyrir svæðið fyrr á þessu ári.

Ábendingagátt