Hafnarstjórn

19. maí 2021 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1600

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðmundur Fylkisson varamaður
  • Sigríður Lára Árnadóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2104585 – Óseyrarbraut 26 og 26B, deiliskipulagsbreyting

      Lagðar fram tillögur Klinku ehf dags 27.04.2021 um skipulagsbreytingar er varðar lóðirnar Óseyrarbraut 26 og 26B. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 18. maí sl. að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 1234/2010 og vísaði erindinu til umfjöllunar í hafnarstjórn.

      Hafnarstjórn tekur undir samþykkt skipulags- og byggingaráðs.

    • 2104340 – Hafnargata 1

      Lagt fram erindi frá Kat ehf. kt. 700600-3350, dags. 14.05.2021, þar sem sótt er um lóðina Hafnargata 1 fyrir löndunarþjónustu, ísframleiðslu og aðstöðu fyrir fiskmarkað.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Kat ehf. kt. 700600-3350, verði úthlutað lóðinni Hafnargata 1 með nánari skilmálum skipulags- og byggingafulltrúa.

    Kynningar

    • 2009101 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2021

      Hafnarstjóri fór yfir rekstur hafnarinnar á fyrsta ársfjórðungi 2021.

    • 1705274 – Sjómannadagurinn

      Farið yfir fyrirkomulag hátíðarhalda á Sjómannadag 6. júní n.k. sem vegna Covid 19, verða minni í sniðum en venjulega, líkt og á sl. ári.

Ábendingagátt