Hafnarstjórn

9. ágúst 2021 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1603

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Lögð fram samantekt frá Ríkiskaupum dags. 6. júlí 2021 um opnun tilboða í útboði á evrópska efnahagssvæðinu á háspennutengibúnaði fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Alls bárust 3 tilboð; frá PSW Power & Automation, Johan Rönning og Blueday Tecnology AS. Til fundarins mætti Gunnar Sæmundsson ráðgjafi frá Sætækni ehf. og fór yfir tilboðin. Einnig lagt fram nýtt endurmat á greinargerð um framkvæmdir Hafnarfjarðarhafnar við landtengingar árin 2020 til 2025. Drög III dags. 18. júní 2021.

      Í framhaldi af útboði Ríkiskaupa hefur Hafnarfjarðarhöfn ákveðið að ganga að tilboði PSW Power & Automation enda metið hagkvæmasta tilboðið skv. valkröfum útboðslýsingar. Tilboðið var upp á EUR 660.000 án vsk. og kostnaðaráætlun var ISK 97.000.000,- án vsk.
      Í framhaldinu er stefnt að því að semja við PSW um viðbótarkaup tækja skv. útboðslýsingu í kafla 1.5.13 útboðslýsingar.
      Jafnframt samþykkir hafnarstjórn endurskoðaða framkvæmdaáætlun í samræmi við framlögð gögn.

    Kynningar

Ábendingagátt