Hafnarstjórn

17. nóvember 2021 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1610

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu hafnarsvæðis. Breytingin nær til suður og austur hluta Suðurhafnar, Flensborgarhafnar og strandlengju meðfram Strandgötu í átt að miðbæ Hafnarfjarðar. Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um þéttingu byggðar á svæðinu og breyta landnotkun í samræmi við stefnuna. Skipulags og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóvember sl. að auglýsa skipulagsbreytinguna og vísaði tillögunni til staðfestingar í hafnarstjórn. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að aðalskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við deiliskipulag Óseyrarhverfis reit ÍB15. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 16.nóvember sl. að hefja vinnu við deiliskipulag reits ÍB15 og vísaði erindinu til staðfestingar í hafnarstjórn.

      Hafnarstjórn samþykkir tillögu um vinnu deiliskipulags á reit ÍB15 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2011564 – Flensborgarhöfn, deiliskipulag

      Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Flensborgarsvæði í samræmi við samþykkt rammaskipulag af svæðinu.

      Hafnarstjórn samþykkir að hefja í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið undirbúning að vinnu við hönnun og deiliskipulag fyrir Hamarshöfn og landfyllingar þar í kring. Erindinu vísað til skipulags- og byggingaráðs.

    • 2110443 – Óseyrarbraut 27b, breyting á deiliskipulagi

      Páll Poulsen fh. lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbrautar 27b. Lögð fram tillaga að breytingu dags. 15.10.2021. Breytingin felst í nýjum byggingarreit á austurhluta lóðar og aðkomu að lóð frá Óseyrarbraut á móts við miðjan nýja byggingarreitinn. Nýtingarhlutfall lóðar verður N=0.30. Skipulags- og byggingaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóvembers sl. að auglýsa tillöguna og vísar því til staðfestingar í hafnarstjórn.

      Hafnarstjórn samþykkir tillögu um auglýsingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Óseyrarbraut 27b.

    Kynningar

    • 1808526 – Starfsskipulag og vinnufyrirkomulag

      Hafnarstjórn fór yfir starfsskipulag á hafnarskrifstofu og einnig viðbrögð vegna Covit 21.

Ábendingagátt