Hafnarstjórn

2. mars 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1616

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Garðar Smári Gunnarsson varamaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram uppfærð greinargerð dags. 07.02.2022,uppdráttur og umhverfisskýrsla dags. febrúar 2022, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga og athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 01.02.2022. Jafnframt lögð fram fundargerð Skipulags- og byggingaráðs frá 1. mars 2022 þar sem samþykkt var að breyting á aðalskipulag hafnarsvæðis verði auglýst og málinu vísað til staðfestingar í hafnarstjórn. Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á skipulags- og umhverfissviði mætti til fundarins.

      Hafnarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi breyting á aðalskipulagi hafnarsvæðis verði auglýst og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

    • 2202946 – Dreifistöð HS-Veitna hf. við Suðurbakka

      Lagt fram erindi frá HS Veitum hf. þar sem sótt er um lóðarreit við Suðurbakka fyrir dreifistöð fyrir háspennubúnað.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að HS-Veitum hf. kt. 431208-0590 verði úthlutað lóðarreitur á Suðurbakka undir dreifistöð fyrir háspennubúnað sbr. samþykkt deiliskipulag fyrir Suðurhöfn reitur 4.1. með nánari skilmálum skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Kynningar

    • 2202580 – Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

      Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021.

    • 1806316 – Hafnarstjórn 2018 - 2022

      Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 23. febr. sl. þar sem breyting var gerð á skipan varmannans í hafnarstjórn. Í stað Bjarneyjar Grendal Jóhannsdóttir kemur Sævar Gíslason.

Ábendingagátt