Hafnarstjórn

13. apríl 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1619

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sævar Gíslason varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Kynningar

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Farið yfir landtengingar vegna orkuskipta á hafnarbökkum. Lagt fram minnisblað hafnarstjóra um stöðu framkvæmda á Suðurbakka. Stefnt er að því að fyrsta landtenging með nýjum háspennubúnaði verði á Sjómannadaginn þann 12. júní nk.

    • 2109186 – Hafnarsvæði í Straumsvík

      Kynnt drög að verk- og tímaáætlun varðandi skipulagsvinnu og einstaka framkvæmdaþætti vegna fyrirhugaðrar stækkunar Straumsvíkurhafnar.

    • 2108219 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2022

      Lagt fram yfirlit um rekstur Hafnarfjarðarhafnar fyrstu 3 mánuði ársins 2022.

Ábendingagátt