Hafnarstjórn

19. október 2022 kl. 09:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1626

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson varaformaður
  • Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður
  • Tryggvi Rafnsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 2206949 – Óseyrarbraut 24, breyting á deiliskipulag

      Lagt fram erindi frá Umhverfis- og skipulagssviði þar sem óskað er eftir umsögn hafnarstjórnar um tillögu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Óseyrarbraut 24.

      Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu.

    • 2208065 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2023

      Lögð fram drög að rekstrar- og fjárfestingaáætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2023 og langtímaáætlun fyrir 2024-2026.

    • 2208066 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2023

      Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

Ábendingagátt