Hafnarstjórn

30. nóvember 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1630

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson varaformaður
  • Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Kynningar

    • 2112198 – Hamarshöfn

      Kynnt staðan í skipulagsvinnu fyrir deilskipulag Hamarshafnar og Flensborgarsvæðis. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt frá JVST og Sveinn Þórarinsson arkitekt frá Batteríinu mættu til fundarins.

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Hafnarstjóri fór yfir reynslu af háspennutengingum fyrir landtengingar skipa sem teknar voru í notkun á liðnu sumari og skýrði einnig frá samskiptum við HS-veitur og fleiri aðila á raforkusviði varðandi gjaldtöku fyrir háspennuafl til hafnarsvæða.

    • 22111287 – Fornubúðir 14 trébryggja

      Farið yfir stöðu lóðasamnings Olíufélagsins Skeljungs fyrir Fornubúðir 14 og mannvirki sem eru til staðar á lóðinni.

    • 2002410 – Farþegaskip - aðstaða við Suðurbakka

      Farið yfir aðstöðu vegna þjónustu við farþegaskip við Suðurbakka og áætlaðar skipakomur sumarið 2023.

Ábendingagátt