Íþrótta- og tómstundanefnd

29. febrúar 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 149

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Fjölnir Sæmundsson varamaður
  • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1202408 – Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2010

      Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2010 samkvæmt starfsskýrlsum ÍSÍ 2011

      Lagt fram til kynningar ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2010$line$Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir og útskýrði starfsskýrsluna.

    • 1202433 – Kynning á sumarstarfi ÍTH 2012

      Páll Arnar Sveinbjörnsson Verkefnastjóri æskulýðsmála Kynnir sumarstarf ÍTH 2012.

    • 1202434 – Kynning á starfi frístundaheimila ÍTH.

      Linda Hildur Leifsdóttir Verkefnastjóri æskulýðsmála kynnir starf frístundaheimila ÍTH.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá Grunnskólahátíð og Öskudagsskemmtun, sem heppnuðust í alla staði mjög vel.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram til kynningar fundagerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá máudeginum 13 febrúar 2012.

    • 1202435 – Nafn á nýjar félagsmiðstöðvar/heildagsskóla

      Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að nýjar stofnanir á æskulýðs- og tómstundadeild verði nefndar.$line$Tómstundamiðstöð viðkomandi skóla, félagsmiðstöð og frístundaheimili. $line$Dæmi: Tómstundamiðstöð Víðistaðaskóla$line$Félagsmiðstöð$line$Frístundaheimili

Ábendingagátt