Íþrótta- og tómstundanefnd

14. mars 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 150

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1012279 – Fjárhagsleg samskipti bæjarins og íþróttahreyfingarinnar

      Formaður fjölsylduráðs fór yfir áfangaskýrslu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að íþróttahreyfingin og Hafnarfjarðarbær hefji viðræður og samstarf um fjárhagsleg samskipti sín á milli á grundvelli áfangaskýrslunnar.

    • 1203100 – Viðbótarframlag í Afreksmannasjóð IBH, vegna Ólympíukandidata London 2012

      Óskað er eftir viðbótarframlagi í Afreksmannasjóð ÍBH vegna Ólympíuleika 2012. Með bréfi er sótt um styrk fyrir sjö íþróttamenn að upphæð 150.000 á hvern. Samtals kr. 1.050.000

      Íþróttta- og tómstundanefnd leggur til að erindið verði samþykkt.

    • 1203103 – Erindisbréf fyrir Íþrótta og tómstundanefnd

      Lagt fram til kynningar. Erindisbréf fyrir Íþrótta- og tómstundanefnd

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203105 – Ársfundur F.Í.Æ.T. 2012

      Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar Félags íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundafulltrúa sem fram fer á Hellissandi föstudaginn 13. apríl 2012

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2012 atvinnuauglýsingar

      Auglýst hafi verið sumarstörf ÍTH fyrir sumarið 2012 og er umsóknaferli í gangi.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Fundagerðir 2012, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 5. mars 2012

      Formaður ÍBH fór yfir fundargerðina.

Ábendingagátt