Íþrótta- og tómstundanefnd

11. mars 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 168

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1202408 – Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2011

      Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2011 samkvæmt starfsskýrlsum ÍSÍ 2012

      Lagðir fram til kynningar ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2011$line$Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir og útskýrði starfsskýrsluna.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2013

      Kynnt fyrirkomulagi Skólagarða Hafnarfjarðar sumarið 2013.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála segir frá Spurningakeppni ÍTH en úrslitaviðureign var háð á miðvikudag í síðustu viku. $line$ $line$

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnir hugmyndir að breyttum áherslum, hvað varðar 17. júní hátíðarhöld.

      Rætt um að ekki verði dagskrá á Víðistaðatúni, heldur verði hátíðarhöldin eingöngu haldin í miðbæ Hafnarfjarðar.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir erindi dagsett 05.03.2013 frá Brettafélagi Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um málefni félagsins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og felur formanni að hafa forgöngu um viðræður við félagið

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 45. fundur haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6 miðvikudaginn 27. febrúar 2013

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargarð.

Ábendingagátt