Íþrótta- og tómstundanefnd

22. apríl 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 170

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
  1. Almenn erindi

    • 1204252 – Viðhaldsáætlun útisvæða íþróttafélaganna árið 2013

      Lögð fram til upplýsinga viðhaldsáætlun útiíþróttasvæða í Hafnarfirði fyrir árið 2013

      Lagt fram til kynningar.

    • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

      Formaður Íþrótta-og tómstundanefndar hefur átt viðræður við fulltrúa frá Brettafélagi Hafnarfjarðar.

      Viðræðurnar eru í góðum farvegi og varða m.a. annars samstarf við Hafnarfjarðabæ vegna aðstöðu fyrir félagið.Brettafélagið leitar að húsnæði.

    • 1304214 – BlueLagoon challeng

      Lagt fram bréf, dags. 10. apríl 2013 frá Helgu Maríu gjaldkera HFR. Stjórn Hjólreiðafélags Reykjavíkur leitar eftir áframhaldandi samstarfi frá Hafnarfjarðabæ og sækir um 50.000- til 75.000 Kr. styrk vegna Bláalóns mótsins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja Bláalóns mótið(BlueLagon challeng) um 50.000 Kr.

    • 1302350 – IronViking, styrkumsókn

      Á fundi bæjarráðs þann 4. apríl sl. var ofangreind styrkumsókn til umfjöllunar.$line$Bæjaráð vísaði erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar. $line$$line$

      Hætt hefur verið við verkefnið.

    • 1303026 – Kvartmíluklúbburinn, styrkumsókn

      Á fundi bæjarráðs þann 4. apríl sl. var ofangreint mál til umfjöllunar.$line$Bæjarráð vísaði erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar. $line$$line$

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja Bikarmót í kvartmílu um 75.000- Kr.

    • 1303366 – Rannsókn í hreyfivísindum, styrkumsókn

      Á fundi bæjarráðs þann 4. apríl sl. var ofangreind styrkbeiðni til umfjöllunar. $line$Bæjarráð vísaði umsókninni til íþrótta- og tómstundanefndar.$line$

      Íþrótta- og tómstundanefnd getur ekki orðið við erindinu.

    • 1202433 – Kynning á sumarstarfi ÍTH 2013

      Kynnt fyrirkomulag, varðandi gæsluvöll(róló) við leikskólann Hlíðarberg.Sagt frá Tómstund, sem er nokkurskonar félagsmiðstöð fyrir börn og ungmenni úr 4. – 7. bekk og verður staðsett í Setbergsskóla sumarið 2013. Sagt frá hugmynd að Skólagarði á Völlum og tómstundaklúbb sem starfræktur verður í Setbergi fyrir börn með sérþarfir eða þurfa mikinn stuðning.

      Lagt fram til kynningar. Íþrótta-og tómstundanefnd er samþykk því að koma upp skólagarði á Völlum og felur Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála að vinna að því.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$48. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. Miðvikudaginn 10. apríl 2013, kl.19:30$line$

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Ár 2013, mánudaginn 25. mars haldinn 329. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgar-svæðisins. Fundurinn var haldinn í Bláfjöllum og hófst kl. 09.10.Fimmtudaginn 4. apríl var haldinn 330. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgar-svæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 12.10.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

      18. fundur stjórnar starfstímabilið 2011-2013$line$Haldinn 8. apríl 2013 í félagsaðstöðu Kvartmíluklúbbsins við Kvartmílubraut.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt