Íþrótta- og tómstundanefnd

19. ágúst 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 174

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Lára Janusdóttir aðalmaður

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,

      Á fundi bæjarastjórnar Hafnarfjarðar 19. júní sl. hlutu eftirtaldir kosningu í $line$Íþrótta- og tómstundanefnd.Til eins árs $line$Aðalmenn:$line$Ragnheiður Ólafsdóttir, Kvistabergi 1$line$Daníel Haukur Arnarsson, Suðurgötu 11$line$Lára Janusardóttir, Teigabyggð 8$line$Varamenn:$line$Magnús Sigurjónsson, Víðivangi 9$line$Klara Halgrímsdótttir, Kvistvöllum 44$line$Gísli Rúnar Gíslason, Hringbraut 17$line$

      Lagt til að Ragnheiður Ólafsdóttir, Kvistbergi 1 verði formaður Íþrótta- og tómstundarnefndar og Daníel Haukur Arnarsson varaformaður.Samþykkt samhljóða.

    • 1308223 – Afmæli Sundhallar Hafnarfjarðar, 29. ágúst 2013

      Þann 29. ágúst n.k. eru 70 ár frá vígslu Sundhallar Hafnarfjarðar.

      Afmælisins verður minnst m.a. með opnun sögusýningar með myndum í Sundhöllinni.Frítt í sund á afmælisdaginn og boðið upp á kaffi og kökur frá 16.00 til 19.00$line$ Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa og forstöðumanni sundstaða í Hafnarfirði að gera tillögu að auknum opnunartíma Sundhallar Hafnarfjarðar.

    • 1308225 – Badmintonfélag Hafnarfjarðar.

      Lög fram drög af samstarfssamningi við Badmintonfélag Hafnarfjarðar um afnot félagsins af Álfafelli húsnæði í Íþróttahúsinu Strandgötu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög að samstarfssamningi á milli Hafnarfjarðarbæjar og Badmintonsfélags Hafnarfjarðar.

    • 1206050 – Staða félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði

      Lagt fram drög að atburðadagatali(dagskrá) félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fyrir veturinn 2013 – 2014

      Lagt fram til kynningar yfirlit yfir helstu sameiginlegu viðburði félagsmiðstöðva á næsta starfsári.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Ár 2013, mánudaginn 1. júlí var haldinn 332. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13.05

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt